Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 67
þaðan. Starf blindu kirtlanna i eistanu verður þá
meira, og hormónar veitast fremur til blóðsins.
A konum verða, að sínu leyti, miklar brejdingar, í
sambandi við eggjastokkana. Það kemur fyrir hjá
telpum, að þær sýkjast og þarf að skera þá burt.
Þegar sú ógæfa vill til, fær telpan ekki tíðir, og legið
vanþroskast. Svipað á sér stað á ungum skepnum,
enda missa þær þá líka sínar tímabundnu kynhvatir.
Nú má gera svipaðar tilraunir og áður — innsetja
eggjastokk og græða hann fastan undir skinninu. Pá
koma tíðir og legið nær þroska. En hjá skepnum
gera kynhvatir vart við sig á ný. — Hormóni eggja-
stokksins myndast i ofurlitlum blöðrum, þar sem egg-
ið vex fram. Pessi hormóni er olíu-kennt efni, sem
má dæla í skepnur, og vekur lijá þeim kynfýsnir.
Þegar egg leysist frá eggjastokknum, myndast þar
bris (corpus luteum), sem líka veitir frá sér hormón-
um um likamann, og stjórna þau efni vexti móður-
lífsins og brjóstanna um meðgöngutímann.
Hormónar í heiladingli. Heiladingullinn er tauga-
hnúður, ámóta stór og matbaun, og hangir niður úr
heilanum, svipað og dordingull úr lofti. Honum er
ætlað rúm í ofurlítilli geil í botni höfuðkúpunnar,
fyrir ofan kokið. Kirtillinn er að vísu litill fyrirferð-
ar, og vegur tæplega eitt gramm, en þó hafa hor-
mónar hans merkileg ætlunarverk i líkamanum.
Fremri hluti heiladingulsins stjórnar líkamsvextinum
og sér um hæfilegan vöxt beinanna á barns- og ung-
lingsaldri. En starfi kirtillinn um of og veiti frá sér
vaxtarhormónum í of rikum mæli út í blóðið, kemur
ofvöxtur i andlits- og útlimabein. Og risarnir eru til
komnir vegna óeðlilega mikillar stækkunar á heila-
dinglinum. En hugmynd um stærð hans má fá, með
þvi að röntgenmynda höfuðbeinin og grófina, sem
hann liggur í. Risar eru ekki einasta til í þjóðsögum.
Það er alltaf dálítill slæðingur af þessum ógæfusömu
mönnum, jafnvel i fámenninu hér á landi. Ástand
(63)