Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 68
þeirra er í raun og veru sjúkdómur, vegna ofþrosk-
unar heiladingulsins, sem veitir út of miklum vaxtar-
hormónum. Með röntgengeislum má stundum ráða
nokkra bót á þessum vandræðum, ef það ráð er tekið
fyrr en í ótíma er komið.
Pað mætti nú teljast ærið verk fyrir þenna ofur-
litla dingul, að sjá um svo mikilsvert mál, sem hæfi-
legan vöxt beinanna. En sagan er ekki öll sögð enn,
því að afturhlutinn af heiladinglinum hefir líka sitt
hormónastarf með höndum og veldur miklu um hlóð-
þrýstinginn, þvagrennslið og samdrætti legsins.
Blóðið getur ekki streymt um æðarnar, nema þar
sé talsverður þrýstingur, sem knýr það gegnum far-
veginn. Hjartað dælir í sífellu, en æðafarvegurinn
verður að hafa hæfilega vídd, til þess að blóðið þving-
ist gegnum kvíslarnar. Æðarnar eru misvíðar eftir
ástæðum, eins og allir kannast við, um blóðrás hör-
undsins. Petta er komið undir samdrætti liringvöðva
í æðunum, sem þrengja þær og víkka eftir þörfum.
Hormónarnir í heiladinglinum stjórna að miklu leyti
æðaviddinni og blóðþrýstingnum, og temþra þar með
blóðrásina.
Pvagrennslið um nýrun er m. a. háð þessum efnum,
sem gera ýmist að herða að nýrnaæðunum eða víkka
þær. En þvagið rennur mjög eftir blóðsókninni til
nýrnanna.
Stórkostlega þýðingu í fæðingarhjálþinni hefir það,
að hormónar úr heiladinglinum valda öflugum sam-
dráttum í leginu, og herða þvi mjög á sóttinni hjá
fæðandi konum. Þetta léttasóttarmeðal er unnið úr
heiladinglum nautgripa, á sláturhúsum. Rannsóknir
læknanna hafa sýnt, að hormónar verka jafnt, hvort
sem þeir eru úr líffærum manna eða dýra. Nauta-
dinglarnir reynast ágætlega til að ná úr þeim þessum
dýrmætu efnum, sem örva hríðirnar og orðin eru
ómissandi í fæðingarhjálpinni. Það flýtir vitanlega
fæðingunni, þegar sóttin harðnar, enda þarf nú miklu
(64)