Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Side 70
ur. Þetta hefir í för með sér dvergvöxt og mjög ófull-
kominn andlegan þroska (»cretinismus«). Stórkostleg-
ar breytingar til batnaðar má oft sjá með stöðugri
inngjöf á hormónum úr skjaldkirtli. Pað tognar úr
dvergunum og útlit þeirra getur orðið sviþað sem
hjá heilbrigðum. — Allt bendir á, að skjaldkirtillinn
sé nauðsynlegur til eðlilegs likamsvaxtar ungviðisins,
og til greiðra efnaskipta.
Sjúkdómarnir eru margvíslegir. Stundum kernur fyrir
öfugt ástand við það, sem áðan var lýst: Skjaldkirt-
illinn stækkar, og er oft eins og stór keþpur framan
á hálsinum. Sjúkdómseinkennin eru líka þveröfug,
því að þetta fólk horast oft niður, er mjög óstj'rkt i
taugum og viðbrigðið; svitnar mikið og roðnar, og
verður mjög úteygt. Allt kemur þetta til af því, að
skjaldkirtillinn veitir um of í blóðið efnum, sem eitra
líkamann. Sjúkdómurinn nefníst ýmist Basedows eða
Graves veiki, eftir þýzknm og enskum lækni, sem fyrstir
lögðu réttan skilning í þetta ástand. Oft er eina ráð-
ið að skera burt mestallan skjaldkirtilinn, en ekki
geta nema vel færir handlæknar gert þessa aðgerð.
Pað má heldur ekki taka burt allt kirtilholdið, því
að þá er farið úr öskunni í eldinn, og sjúklingarnir
missa lífið.
Læknar þekkja vel hormóninn úr skjaldkirtlinum.
Ameriska vísindamanninum Kendall tókst að ná úr
kirtilvessanum efninu thyroxin, sem er merkilegt, m.
a. vegna þess, að í því er mikið af joði. Síðar hafa
enskir vísindamenn rannsakað þessa hormóna gaum-
gæfilega. Thyroxin er svo máttugt efni, að ekki þarf
að gefa inn nema örfá milligrömm, til þess að verða
var við áhrif þess í likamanum. Læknunum telst til,
að skjaldkirtillinn muni framleiða eitt milligramm af
thyroxini á dag, og veita því i blóðið. Efnið ræður
miklu um alla efnabreytingu og súrefnisbrúkun
mannsins.
Sjúkdómar i skjaldkirtlinum eru viða um lönd mjög
(66)