Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Síða 72
ið sé hæfilega kalkríkt, til þess að vöðvarnir hafist
eðlilega við og dragist saman sem vera ber.
Hormónar í nýrnahettum. Nýrnahettur sitja eins-
og dálitlir lianakambar hver á sínum nýrnapól. Þess-
um litlu sepum var lítið sinnt, pangað til um alda-
mótin síðustu, pegar lifeðlisfræðingar urðu pess varir,
að efni frá þeim varð til pess að auka stórlega blóð-
þrýsting. Arið 1901 tókst að gera fullkomna efnagrein-
ing á hormóna þessum, sem nefnist adrcnalín, og nú
má framleiða pað utan líkamans.
Mikil og margvísleg áhrif sjást, þegar adrenalín er
dælt inn í æð. Blóðþrýstingurinn eykst vegna krampa
í smæstu slagæðagreinum víðsvegar um líkamann. Pað
eru æða-hringvöðvarnir, sem herpast saman. Farveg-
ur blóðsins prengist, og þrýstingur verður pvi meiri.
En vöðvar í ýmsum öðrum líffærum taka líka við-
bragð; sjónop augans víkkar, hjartað vinnur af meira
krafti, svita slær út um skinnið og hárin rísa. Við
hvert höfuðhár er sem sé ofurlítill skásettur vöðvi,
sem getur togað í hárin og látið pau rísa.
Adrenalín er svo áhrifamikið, að pótt ekki sé spýtt
inn í æð meiru en sem svarar 0,0025 milligrammi á
hvert kg. líkamsþunga, pá má verða var áhrifanna á
blóðþrýstinginn. Það er auðvelt að sjá allar æðakvísl-
ar í kanínueyra, sem er punnt og gegnsætt i sterku
ljósi. En í þynningunni 1 : 250 000000 veldur adrenalín
samt breyting á æðavíddinni. Pað eru heldur en ekki
kröftug efni, sem líkaminn framleiðir.
Lífeðlisfræðingar telja framleiðslu nýrnahettnanna á
þessum efnum mjög bundna við skapferli og er álitið,
að adrenalín myndist í ríkum mæli við miklar geðs-
hræringar, t. d. ef menn reiðast illa eða verða þrumu
lostnir af skelfingu, enda rísa þá stundum hár á höfði,
eins og drepið var á.
Nýrnahetturnar eru ómissandi fyrir.lífið. Enski lækn-
irinn Thomas Addison lýsti fyrstur manna einkenni-
legum sjúkdómi vegna rýrnunar, eða veiklunar af
(68)