Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Qupperneq 73
öðru tagi, í nýrnahettunum, og hefir pessi krankleiki
siðan verið við hann kenndur. Stundum eru þarna
berklar. Addisonsveiki lysir sér m. a. með pví að liör-
undið dökknar og eirlitast. Sjúkdómurinn dregur til
dauða.
Nýrnahetturnar eru ómissandi fyrir lífið. Læknar
hafa tekið þær úr köttum, og heldur ekki kisa lífi
nema eina viku eftir þá aðgerð. En hún getur lifað
venjuíega kattaræfi, við góða líðan, ef adrenalíni er
að jafnaði spýtt undir skinnið.
Þekkingin um áhrif adrenalínsins liefir orðið lækn-
unum til hjálpar að ýmsu leyti, m. a. við staðdeyfing-
ar, þegar deyfandi lyfjum er dælt í holdið. Deyfilyfin
eru oft blönduð adrenalín, sem herpa saman æðar og
gera holdið blóðlaust nokkrar klukkustundir. Með
pessu vinnst, að deyfilyfið skolast ekki burt, en stend-
ur við, svo að gott ráðrúm verður til aðgerðar. — Þeir
sem fá tanndeyfing geta athugað þetta á tannholdinu.
Einkennileg eru áhrif adrenalínsins á lungun. Um
grennstu kvíslar lungnapípnanna eru vöðvar, sem
stundum dragast svo óþyrmilega saman, að fólk fær
asthma eða andarteppu. Nú vikur þvi svo einkenni-
lega við, að adrenalín-inngjöf slakar á pessum krampa
um lungnapípurnar, svo að sjúklingarnir ná aftur and-
anum. Petta er því mótsett því, sem á sér stað við
æðakrampa. Adrenalín hjálpar aðeins við andarteppu,
ef pvi er dælt í holdið. Það þýðir ekki að taka penna
liormóna sem venjulega inntöku.
Hormónar úr briskirtlinum (pancreas). Þessi kirtill
liggur yfir pverann hrygg, aftan við magann. Hann
spýtir kröftugum meltingarvessum inn í tólfþumlunga-
parminn, gegnum víða pípu, rétt við þar sem lifrin
spýtir gallinu. En að auki eru blettir eða eyjar í kirtil-
holdinu, sem veita hormónum aðeins til blóðsins, eins
og blindir kirtlar, og er petta insúlin, er margir kann-
ast við sem hjálp við sykursýki. í daglegu fæði eru
kolvetni, svo nefnd, vegna pess að aðalefnið í þeim
(69)