Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 76
um öðrum löndum. Næsta manntal hér á landi fór
heldur ekki fram fyr en 1762, en síðan 1769, 1785,
1801 og 1835. Síðan var manntal tekið fimmta hvert
ár fram að 1860, en þar eftir 10. hvert ár. Hafa þann-
ig alls verið tekin 18 manntöl hér á landi, og var
mannfjöldinn við hvert þeirra svo sem hér segir:
1703 .... ... 50 444 1855 ... .... 64 603
1762 .... ... 44 845 1860 ... .... 66 987
1769 .... ... 46 201 1870 ... .... 69 763
1785 .... ... 40 623 1880 ... .... 72 444
1801 .... ... 47 240 1890 ... .... 70 927
1835 .... ... 56 035 1901 ... .... 78 470
1840 .... ... 57 094 1910 ... .... 85183
1845 .... ... 58 558 1920 ... .... 94 690
1850 .... ... 59157 1930 ... .... 108 861
Á 18. öldinni fækkaði landsmönnum af landfarsótt-
um og óáran, en á allri 19. öldinni fjölgaði þeim um
rúm 30 þúsund, og svo aftur um rúm 30 þúsund á
fyrstu þrem tugum 20. aldarinnar. Pó fækkaði lands-
mönnum nokkuð á árunum 1880—90 vegna þess, hve
Vesturheimsferðir voru þá miklar, en 3 næstu ára-
tugina þar á eftir var mannfjölgunin að meðaltali
nálægt l°/o á ári (0.o°/o síðasta áratug 19. aldar og
fyrsta áratug 20. aldar, og l.i°/o 1910—20), en 1920—30
liefir mannfjölgunin verið tiltölulega meiri eða 1.4°/o
á ári að meðaltali. I samanburði við önnur lönd í
Norðurálfunni er þetta mikil fólksfjölgun. Um líkt
leyti (á 3. áratug 20. aldar eða þar um bil) var mann-
fjölgunin að meðaltali á ári í Póllandi 1.7°/o, i Lux-
emburg 1.6°/o, í Júg'óslavíu 1.5°/o, í Hollandi 1.4°/o, í
Búlg'aríu 1.3°/o, í Portúgal, Danzig og Færeyjum 1.2°/o,
á Sþáni 0.9°/o, í Ungverjalandi, Belgíu og Tjekkósló-
vakíu 0.8°/o, í Danmörku og Ítalíu 0.7“/», í Noregi 0.o°/o,
í Fýzkalandi, Frakklandi, Englandi, Lettlandi og Sviss
0.6°/o, í Svíþjóð 0.4°/o, í Austurríki 0.3°/o og í Eist-
landi 0.2°/o.