Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Síða 77
Kynferði.
Við manntalið 1930 töldust karlar 53 542, en konur
55 319. Komu þá 1033 konur á móts við 1000 karla.
Konurnar eru þannig í meiri hluta, enda þótt venju-
lega fæðist heldur fleiri sveinar en meyjar. Stafar
það af því, að manndauði er meiri meðal karla en
kvenna. í flestum löndum Norðurálfunnar er kvenna-
hlutfallið hærra heldur en hér. Pað hefir líka verið
hærra hér áður, en farið lækkandi á síðustu 50 árum.
Árið 1880 voru 1121 konur á móts við 1000 karla,
1890: 1105, 1901: 1088, 1910: 1072, 1920: 1051 og 1930:
1033.
Aldur.
Við manntalið 1930 skiftist þjóðin þannig eftir aldri:
Innan 15 ára .... 35 359 eða 32.6°/o
15-20 — .... 10116 — 9.6-
20-60 - .... 51407 — 47.6—
60-70 — .... 6 788 — 6.2—
Yfir 70 - .... 5 022 — 4.6—
Ótilgr. — 169 — 0.6—
Samtals 108.681 eða 100.o%
Á barnsaldri (innan 15 ára) er tæþl. þriðjungur
landsmanna, tæ])l. tíundi hlutinn á unglingsaldri (15—
20 ára), en rúml. 10. hlutinn á gamalsaldri (yfir sex-
tugt), og tæþl. helmingurinn á þvi skeiði, sem menn
almennt eru fullvinnandi (20—60 ára).
Yfir 80 ára voru 1930 alls 1186 manns eða tæpl.
2°/o af öllum landsmönnum, yfir nírætt 77 (54 konur
og 23 karlar). 95 ára og eldri voru 15, þar af 2 yfir
100 ára, karl og kona, bæði i sveit.
(73)