Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 79
lands, má fá vitneskju um flutningana innanlands,
svo sem eftirfarandi yfirlit sýnir:
íbúatala 0
íbúatala1) Fæddir2) Mism. á 100 fæddra
Heykjavik .......... 27 352 13 013 14 339 210
Aðrir kaupstaðir .. 17501 10 196 7 305 172
Verzlunarstaðir3).. 13189 9 515 3 674 139
Sveitir ............ 49 312 74 436-f-25 124 66
A þriðja dálkinum sést aðalniðurstaðan af flutn-
ingunum milli sveitanna og bæjanna, hve marga að-
flutta bæirnir hafa dregið til sín umfram útflutta og
hve marga sveitirnar hafa misst umfram aðflutta.
Heimili.
Við manntalið 1930 voru talin 20 976 heimili á öllu
landinu. Par með voru taldar stofnanir o. fl. (svo
sem skólar, sjúkrahús o. fl.), sem hafa sameiginlegt
mötuneyti fyrir það fólk, sem í þeim dvelur. Pessi
félagsheimili voru 99. Ennfremur voru einstaklingar
taldir sérstakt heimili, ef þeir höfðu mat lijá sjálfum
sér, en annars i heimili með fjölskyldu þeirri, sem
þeir bjuggu hjá. Einstaklingsheimili töldust 618. Peg-
ar félagsheimilin og einstaklingsheimilin eru dregin
frá, verða eftir 20 259 eiginleg heimili með 106 430
manns. Iíemur þá 5.s manns að meðaltali á hvert
heimili. Síðastliðna hálfa öld hefir meðalstærð heim-
ilanna farið síminnkandi. 1880 var meðalmannfjöldi
á heimili 7.< manns, 1890: 7.o, 1901: 6.2, 1910: 6.0, 1920:
5.6 og 1930: 5.3. Meðalstærð fjölskylduheimila í bæj-
unum var 4.o manns, en i sveitunum 5.s manns. 1920
var meðalstærð fjölskylduheimila í bæjunum hin
sama, en í sveitunum 6.2 manns.
Eftir stöðu manna á heimilinu skiþtist allur mann-
fjöldinn árið 1930 þannig:
1) þ. e. ibúar fæddir innanlands.
2) Fæðingarstaöur 194 manna er ótilgr.
3) með yíir 300 ibúa.
(75)