Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 91
aftur hlaupár, en næstu aldamótaár ekki, fyrr en
2400. FjTÍr 1700 var ávallt talið hlaupár fjórða hvert
ár, aldamótaárin líka (gamli stíll).
Næst er minnzt á sumarauka. Sumarið á íslandi
er talið 26 vikur og 2 dagar. En pegar aprilmánuður
byrjar á sunnudegi, er bætt einni viku við sumarið,
og nefnist sú vika lagningarvika eða sumarauki.
Einnig hafa pau ár sumarauka, er aprílmánuður
byrjar á laugardegi, ef næsta ár á eftir verður hlaup-
ár; nefnast pau ár varnaðarár eða rímspillisár. Lagn-
ingarvikan byrjar nú á sunnudegi í 14. viku sumars
og endar á laugardegi í 15. viku sumars, og er hér
fylgt sömu reglu og á lýðveldistímanum. I almanök-
um fyrir 1924 var lagningarvikunni bætt aftan við
sumarið, og hófst hún pá á laugardegi, en endaði á
föstudegi.
Næst er á titilblaðinu minnzt á hnattstöðu Regkja-
víkur. Hnattstaða er sæmilega skýrð í kennslubók-
um i landafræði, sem ætla má, að almenningur hafi
lesið. En Reykjavikurbær nær yfir allstórt svæði og
stendur ekki á sama, hvaða staður í Reykjavík er
til tekinn. Staðurinn, sem valinn hefir verið, er sam-
kvæmt herforingjaráðskortinu hér um bil par, sem
Skólavarðan var og Leifsstyttan er nú. Hefði hann
verið valinn t. d. vestast í bænum, jafn-norðarlega,
hefði lengd staðarins orðið 1—2 mínútum meiri eða
vel pað, og mundi pað breyta ýmsum tölum í alman-
akinu.
F*á er enn sagt á titilblaðinu, að almanakið sé
reiknað eftir íslenzkum miðiíma. Almenningur mun
telja, að »rélt klukka« eigi að vera tólf, pegar sólin
er í hásuðri. En pað er ekki heppilegt, og naumast
mögulegt, að láta klukkuna ganga nákvæmlega eftir
sól, pví að sólarhringarnir eru ekki alveg jafnlangir.
Pvi hefir pað ráð verið tekið, að láta klukkurn-
ar alltaf ganga hnífjafnt, og pó svo nálægt sól-
tímanum sem mögulegt er. Pá sýnir kluklcan svo
(87)