Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Síða 92
nefndan miðtíma þess staðar, sem hún er á. Nú hafa
allir staðir á sama lengdarstigi sama sóltíma, og einn-
ig sama miðtíma, en á ýmsum lengdarstigum er tím-
inn elcki sá sami. íslenzkur miðtími er sá tími, sem
rétt miðtímaklukka sýnir á 15. lengdarstigi vestur frá
Greenwich, og á að fara eftir þeirri klukku alls stað-
ar á íslandi (sbr. greinina neðst á bls. 3). Taflan á
bls. 17 sýnir, hvað klukkan á að vera á hverjum
degi í Reykjavík, þegar sólin er í hásuðri, en á bls.
22 er skýrt, hvernig finna skal tímann eftir sólunni
annars staðar á landinu. í daglegu tali er rétt klukka
eftir íslenzkum miðtíma nú oft nefnd »símaklukka«.
í almanakinu er kallað miðdegi, þegar símaklukkan
er tólf, en hádegi, þegar sól er í hásuðri. Sömuleiðis
miðnœtti, þegar símaklukkan er 12 að nóttu (eða 0),
en lágnætti, þegar sól er lægst á lofti, eða lengst fyrir
neðan sjóndeildarhring. Ress vegna er skammstafað
f. m. og e. m., þ. e.: fyrir miðdegi og eftir miðdegi,
en ekki f. h. og e. h., þ. e.: fyrir hádegi og eftir há-
degi, því að hádegi og miðdegi er ekki það sama, en
hér á landi á samkvæmt lögum að fara eftir mið-
tíma.
Pessar reglur eru eigi að öllu lejdi i samræmi við
venjulegt málfar alþýðu, sem setur merkingu orð-
anna eigi svo skörp mörk. Um eða litlu fyrir 1700
voru þeir Páll lögmaður Vídalín og Jón biskup Árna-
son sammála um það, að miðdegi sé á sama tíma
og miðmundi, og voru þó þessir mætu menn ósam-
mála um margt það, er að dagstundatali lýtur. Einn-
ig kemur það fram í gömlum ritum, að miðdegi geti
verið sama og hádegi. Samt virðist meira elda eftir
af þeirri málvenju, að miðdegi sé eftir hádegi, en
sjaldnast ákveðin stund, heldur nokkur hluti dagsins.
A dagskrám alþingis stendur oft, að fundur hefjist
»lcl. 1 miðdegis«. Petta ber víst að skilja svo, að mið-
degi sé einhver kafli dagsins (sbr. orðin »árdegis« og
»síðdegis«). Útgefendum almanaksins hefir þótt óhent-
(88)