Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1937, Page 102
Öllum þeim, er sinna vilja högum landsins
nú á tímum, er nauðsynlegt að eignast ritið
um Jón Sigurðsson. Það er limm bindi stór
og hefir að geyma landssögu og þjóðmálasögu
Islendinga á 19. öld. Hvert einstakt bindi kost-
7 kr. Ritið allt fæst einungis beint frá félaginu.
Áritun: Pósthólf 313, Reykjavík.
I ár gefur félagið út auk Andvara og Alman-
aks fyrir árið 1937 Sjálfstæði íslands 1809
eftir Helga P. Briem. Er það mikið rit, nær
600 síður í stóru broti, og fjallar um einhvern
einkennilegasta þátt sögu vorrar, byltingu þá,
er Jörgen Jörgensen kom hér á sumarið 1809.
Eru sérstakar ástæður til þess, að félagið getur
látið félagsmenn hafa svo mikla bók ásamt
öðrurn ársbókum sínum, sem nú er raun á, því
að með núverandi verðlagi myndi slík bók ekki
kosta minna en ca. 20 kr. Er þetta góð við-
bót við höfuðverk það um sögu Islands á 19.
öld, er félagið hefir áður gefið út.
Félagsmenn fá þessa bók með öðrum árs-
bókum félagsins 1936 gegn 10 kr. ársgjaldi
aðeins. Og auk þess fá nýir félagsmenn, sem
þess óska, Jón Sigurðsson, 5 stór bindi, fyrir
15 kr. aðeins, ef borgunin er send með pöntun
beint til félagsins: Pósthólf 313, Reykjavík.