Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 28
skrifaði fjölmargar aðrar æfintýralegar framtiðar-
spár í skáldsögusniði á næstu árum. Sú þeirra, sem
hann telur sjálfur, aS næst muni komast réttri raun,
er The War in the Air (1908) — Styrjöldin i loft-
inu —. Henni lýkur með ægilegum lýsingum á styrj-
öld og afleiðingum lofthernaðar. Vestræn menning
hrynur til grunna. Þar sem Lundúnaborg stóð áður,
eru nú haugar af rústum, og þar lifa síðustu Eng-
lendingarnir frumstæðu hirðingjalífi.
Þessar bækur voru að vísu eins konar skemmti-
skáldsögur, sem Wells skrifaði til að afla sér fjár,
en þær eru um leið alvarleg viðleitni til að sýna fram
á galla ríkjandi skipulags og rökréttar afleiðingar
þess, sem hljóta að verða menningunni og ef til vill
mannkyninu til tortímingar. Efnið er tekið úr nátt-
úruvísindunum, þróunarkenningunni. Hugsunin um
hinar gifurlegu breytingar, sem mannkynið er undir-
orpið, mótar þær allar, og undantekningarlaust gerast
þær í framtiðinni. Siðan spámennina leið, hefir eng-
inn höfundur vitað svo út i æsar, hvað gerast muni i
framtiðinni, að minnsta kosti hefir enginn haft jafn
brennandi áhuga fyrir því. Wells var sannfærður
um það, að rikjandi þjóðfélag væri heimskulegt og
hefði fáa kosti, en því fleiri galla. Meginorsökin virð-
ist honum sú, að við séum flæktir í net hleypidóma,
úreltra skoðana og siðferðihugmynda, sem eru leif-
ar skurðgoðadýrkunar og bannhelgi löngu liðinna
tíma. Illur arfur frá forfeðrum okkar á villimanna-
stiginu glepur okkur sýn. Eina ráðið er að koll-
varpa öllu hinu gamla, en gera nýja skipan með
aðstoð tækninnar og nýjustu vísindalegra rannsókna.
Þá yrði jörðin paradis. Það er hlutverk nútíma rit-
höfunda að halda uppi þeirri niðurrifs- og viðreisn-
argagnrýni, sem gerir slika byltingu framkvæman-
iega, og það er æðsta hugsjón Wells að stuðla að
því, að svo megi fara. Honum finnst hann vera spá-
maður mannkynsins, skýstólpi þess um daga og eld-
(26)