Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 30
stólpi um nætur. Hann heyr heilagt stríð við heimsk-
una og tregðuna, og skáldsagan er vigvöllur hans.
Til þess að svo mætti verða, varð hann þó að víkja
að nokkru frá þeim reglum, sem áður voru í gildi
um form skáldsagna. í bók, sem kom út 1914, An
Englishmcai looks at the World, — Englendingur
virðir heiminn fyrir sér —, lætur Wells þá skoðun
sina í Ijós, að listamaðurinn, sem eingöngu vinnur
listarinnar vegna, sé í rauninni ekkert annað en
vændiskona, og skáldsögunni yrði að ætla annað og
göfugra hlutverk en að hafa ofan af fyrir kaupsýslu-
mönnum í tómstundum þeirra. Skáldsagan ætti auð-
vitað að fjalla um mikilsverðustu vandamál sam-
tíðarinnar. Honum farast orð eitthvað á þessa leið:
Ekkert mannlegt mun okkur óviðkomandi. Við mun-
um skrifa um stjórnmálaleg, trúarbragðaleg og fé-
lagsleg vandamál. Og' við verðum að hafa algerlega
óbundnar hendur, því að til hvers er það að segja
sögur um líf manna og baráttu þeirra, ef okkur er
ekki frjálst að ræða óhikað um þau trúarbragða- og
valdakerfi, sem mennirnir hafa lotið eða brotizt
undan.
Með öðrum orðum, Wells heldur þvi fram, að
ógerningur sé að skilja hvern einstakling til fulln-
ustu, ef ekki er tekið tillit til umhverfis hans. Við-
horf hvers einstaks manns er mótað af ríkjandi hug-
myndakerfum, en þau eru jafnan nátengd tækni,
skipulagi og fjárhagskerfi þvi, sem ráðandi er á
hverjum tíma. Þess vegna verður hann ætíð að skrifa
„um allt“, um þjóðfélagið i heild sinni og framtið-
ina. Þessi stefnuskrá var reyndar ekki spáný, en
Wells gerði kröfu til þess að mega fórna öllum smá-
smuglegum kreddum fagurfræðinnar, að sér leyfðist
að flétta inn i skáldsögur sínar svo mörgum ritgerð-
um, röksemdum og rökræðum sem vera skyldi og
mega snúa þeim upp í heimspeki, þjóðfélagsfræði og
vísindalegar ritgerðir, ef honum bauð svo við að
(28)