Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Side 34
styrjaldarmarkmið Breta og heimtaði þá skýr svör
frá brezku stjórninni um hvað barizt væri og hvað
hún hygðist fyrir að striðinu loknu. Hann sagðist
verða að kveða upp úr með það, að brezka þjóðin
bæri ekkert traust til forsætisráðherrans, Mr.
Chamberlains, sem enga hæfileika hefði sýnt,
hvorki í kaupsýslu né stjórnmálum, og gæti vel trú-
að lionum og miðlungsmönnum þeim, er hann hafi
safnað um sig, til þess að bíða ósigur, þrátt fyrir
stórum betri aðstöðu Breta en andstæðinga þeirra.
Þær raddir verða æ háværari, segir Wells, sem
spyrja, hvað gera skuli að striðinu loknu, hvort
ætlunin sé að halda áfram sama stefnulausa fálmi og
áður, sem hljóti þá að leiða til enn ægilegri ófarn-
aðar en 1918. í þetta skipti er alþýðu manna i Eng-
landi það fyllilega ljóst, að hún berst vegna þess,
að mönnum er ómögulegt að lifa því lífi, sem þeir
æskja, í herskárri veröld. Takmark okkar allra hlýt-
ur þvi að verða þetta: að binda enda á styrjaldir í
eitt skipti fyrir öll. En til þess að svo megi verða,
er nauðsynlegt, að réttur hvers einstaklings sé
tryggður, að enginn maður, hversu litilmótlegur og
aumur sem hann er, þurfi að óttast ofbeldi og kúgun,
andlega eða líkamlega. Nú þarf við nýrrar yfirlýs-
ingar um mannréttindi, sem viðurkennd sé af öllum
þjóðum og þess eðlis, að hún feli í sér afnám of-
beldis og styrjalda um heim allan.
Það yrði of langt mál að skýra hér nánar frá efni
þessarar yfirlýsingar, sem Wells gerði fyrstu drögin
að og endurbætti siðan í samráði við fjölmarga aðra
mæta menn, enda mun þess vart langt að biða, að
hún birtist í íslenzkri þýðingu. En hann getur þess
í formála bóltarinnar, að hugmyndir þær, sem þar
eru lagðar fram fyrir almenningssjónir, byggist í
meginatriðum á þessu tvennu:
„í fyrsta lagi, að alþýða manna sé í ríkum
mæli gædd heilbrigðri skynsemi og meginþorri
(32)