Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 35
mannkynsins þrái frið, reglu, frelsi og allsnægtir.
Hvergi i heiminum reyni nokkur stjórn að ná þessu
takmarki.
í öðru lagi, að engum einstökum manni eða hóp
manna sé trúandi fyrir ótakmörkuðu valdi, hversu
góðar sem fyrirætlanir þeirra hafa upphaflega ver-
ið. Þeir misbeita valdi sínu og bregðast trausti
^ manna. Þeir verða stærilátir, síngjarnir og þröng-
sýnir. Jafnvel beztu stjórnendur þarfnast verndunar
gegn sjálfum sér og við þurfum á verndun að halda
gegn þeim. Flestar ríkisstjórnir byrja ekki einu sinni
starf sitt með góðum fyrirætlunum. Við verðum að
gera okkur ljóst, að í styrjöld þeirri, sem nú er háð,
eiga allar stjórnir nokkra sök, þótt sumar séu sek-
ari en aðrar, og það, sem við þörfnumst, er ekki
einkum, að stjórnin A kollvarpi stjórninni B, heldur
að heilbrigð skynsemi mannkynsins taki nú upp
sameiginlegt form tjáningar og skapi gagnkvæma
ábyrgðartilfinningu og einingu, sem verði nægilega
. sterk til þess að hafa eftirlit með öllum ríkisstjórn-
um. Við þurfum alþýðlegan byltingarflokk, sem
berst fyrir einni sameiginlegri hugsjón frelsis og
samvinnu um heim allan.“
Þetta er skerfur Wells til úrlausnar þeim vanda-
málum, sem mannkynið á nú við að stríða. Hin yfir-
gripsmikla þekking hans, fjölhæfni og frábær atorka,
hafa skipað honum i röð fremstu rithöfunda nú-
tímans, en úrslitadóm munu verk hans hljóta í ljósi
þeirra framtíðaratburða, sem hann hefir lagt svo
^ mikla stund á að segja fyrir um.
Ján Magnússon.
(33)