Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 38
í 10 ár, en orðið heldur lítið ágengt. Það var stofnað
og starfrækt á algerlega ópólitískum grundvelli, og
Tanner fylgdi vandlega þeirri stefnu, að láta félagið
gæta hlutleysis um stjórnmál. Elanto tók slikum vexti
undir forustu hans, að það er nú talið stærsta kaup-
félag veraldar, þegar miðað er við íbúafjölda á starfs-
svæðinu og verzlunarumsetningu þess. Nokkru eftir að
Tanner varð framkvæmdastjóri félagsins, komu upp
deilur miklar milli finnskra samvinnumanna, og fór
svo, að samband finnsku samvinnufélaganna klofnaði.
Þessar erjur áttu upptök sín i liagsmunaárekstri milli
ney.tendafélaganna í bæjunum annars vegar og kaup-
félaga bænda í sveitunum liins vegar. Tanner barðist
i lengstu lög gegn því, að klofningur yrði, og reyndi
allt, sem í hans valdi stóð, til að koma á sættum, en
þegar augljóst varð, að ágreiningsefnið var meira en
svo, að viðunandi sættum yrði á komið, beitti hann
sér fyrir því, að neytendafélögin í bæjunum stofn-
uðu eigið samband, og varð hann formaður þess.
Áhugi Tanners og dugnaður öfluðu honum snemma
mikils álits meðal samvinnumanna, jafnt innanlands
sem utan, enda var hann kosinn i stjórn Alþjóðasam-
bands samvinnumanna árið 1910, og 1927 varð hann
formaður þess. Það mun mála sannast, að vart verði
fundinn æskilegri forseti í alþjóðlegum félagsskap,
sökum frábærra hæfileika hans, skörungsskapar við
fundarstjórn og óvenjulegrar málakunnáttu. Hann
talar og ritar sænsku, dönsku, norsku, þýzku, ensku,
frönsltu, rússnesku og eistnesku og bjargar sér þar að
auki í nokkrum öðrum málum.
Þegar Finnland varð fullvalda riki, hlóðust opin-
ber störf á Tanner, og hann tók þau að sér án þess
að mögla, þótt nærri lægi, að starfsþreki hans, sem þó
er viðbrugðið, væri ofboðið. Hann var þá kosinn í
bæjarstjórn Helsingfors, tók sæti í bankaráði ríkis-
bankans og var skipaður i fjölmargar stjórnarnefndir
rikisstofnana. Þá tók hann og þátt i friðarsamning-
(36)