Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 39
unum við Rússa, ásamt Paasikivi, — sama manni, er
hann fór með til Rússlands 19 árum seinna i svipuð-
um erindagerðum.
Eftir 1920 varð liann aðalleiðtogi finnska jafnaðar-
mannaflokksins og varð fyrsti forsætisráðherra þess
flokks, árið 1926. Þingmaður var hann 1919—1927 og
frá árinu 1930. Tvisvar, 1925 og 1931, liefir hann verið
forsetaefni finnskra jafnaðarmanna. Árið 1937 varð
hann fjármálaráðherra í ráðuneyti Cajanders og
gegndi þvi starfi, unz styrjöldin við Rússa hófst, i
byrjun desember 1939, en þá varð hann utanríkis-
málaráðherra i ráðuneyti Rytis. Eftir friðarsamn-
ingana, er hann átti drjúgan þátt að, varð hann birgða-
málaráðherra og hefir til skamms tíma gegnt þvi
starfi.
Þegar Tanner tók að sér embætti fjármálaráðherra,
varð það að þegjandi samkomulagi, að hann skyldi
aðeins i orði kveðnu afsala sér forustu Elanto, en í
rauninni var hann og er eftir sem áður mesti ráða-
maður félagsins. Munurinn var aðeins sá, að nú varð
hann að rísa úr rekkju klukkan 5 að morgni, vera
kominn á skrifstofu félagsins kl. 6, sinna þar öllum
þeim málum, sem biðu afgreiðslu hans, og fara siðan
í stjórnarráðið, en þangað kom hann þó að öllum
jafnaði fyrr en liinir ráðherrarnir.
Það er i frásögur fært um Tanner, að þegar hann
hafði gengið frá fjárlagafrumvarpi, hafi sjaldan verið
ómaksins vert fyrir embættisbræður hans að reyna
að fá hann til að breyta þar einhverju. „Það var
skrambi slæmt, að þú skyldir ekki minnast á þetta
fyrr“, sagði Tanner þá venjulega, „en nú er ég búinn
að láta prenta frumvarpið.“ Úr því var málinu ekki
hreyft framar.
Tanner er kappsmaður mikill og ósýnt um að láta
hlut sinn. Jafnvel flokksbræður hans viðurkenna, að
það megi helzt að honum finna, hve hjartanlega sann-
færður hann sé um það, að hann hafi rétt fyrir sér,
(37)