Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 41
um byggð, getur hann orðið óvæginn og illur við-
skiptis. Honum sé öðrum ljósara, að lýðræðisskipu-
lagið krefst góðrar og traustrar forustu.
Tanner er meðalmaður á hæð, þreklegur og kvikur
á fæti. Hárið var ljóst, en er nú farið að grána. Svip-
urinn skarpur og festulegur. Til skamms tima hefir
mátt sjá hann á íþróttavöllum Elantos á sumrin við
kúluvarp og glímu. Hann þykir seigur glimumaður
enn, þótt gamall sé, og hefir reynzt mörgum yngri og
liðugri skæður keppinautur. í æsku vandist hann
óbreyttum lifnaðarháttum og heldur þeim enn, þótt
hann geti nú efnanna vegna veitt sér hvern þann mun-
að, sem hjartað girnist. Hann er mesti hófsmaður um
mat og drykk, og þótt hann sé ekki alger bindindis-
maður, þá kemur það ekki fyrir, að hann drekki
meira en eitt glas af víni i veizlum, eða við önnur
hátíðleg tækifæri. En þessi hófsemi hans i mat og
drykk stingur mjög i stúf við hófleysi hans um reyk-
ingar. Hann sleppir ekki vindlinum út úr sér frá
þvi hann vaknar að morgninum og þangað til hann
háttar á kvöldin, nema ef hann fær sér þá í pípu á
milli. Þeir, sem koma inn í vinnustofu hans, taka and-
köf og hörfa ósjálfrátt undan fyrst i stað, svo þykk-
ur er reykjarmökkurinn, cn Tanner situr rjóður í
vöngum, hress og glaður, og þyrlar frá sér bláum
reykskýjum. Það er haft i flimtingum, að börn hans
hafi stundum spurt móður sína: „Mamma, hvaða mað-
ur er þetta, sem kemur hingað á sunnudagana? Það
er svo mikil reykjarlykt af honum!“
Vainö Tanner hefir nefnilega ekki haft mikinn
tíma til að sinna búi og börnum. Annir hans i þágu
stjórnmálanna, samvinnuhreyfingarinnar og ríkis-
.stjórnarinnar hafa séð fyrir því. Hann giftist árið
1919 gáfaðri og velmenntri konu, að nafni Linda
Anttila, og hefir átt með lienni átta börn. Frú Linda
Tanner er bóndadóttir frá Tavastlandi. Hún lagði
stund á stærðfræði og efnafræði við háskólann
(39)