Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 44
menn hegningarlög, lög um dómsmálastörf, lögreglu-
stjórn og gjaldheimtu i Reykjavik, um breyt. á 1. um
Iögreglumenn, um breyt. á 1. um iitvarpsrekstur rík-
isins, póstlög, berklavarnalög, íþróttalög, lög um
héraðsskóla, um friðun Eldeyjar, um friðun hrein-
dýra. —• Aukakosning fór fram i Austur-Skaftafells-
sýslu 25. júni.
Árferði var að ýmsu leyti mjög gott. Vetur frá ný-
ári var snjóléttur víSast, snennna voraSi, sumar var
einmuna hlýtt, haustiS gott og langt fram á vetur.
Vorþurrkar hömluðu sprettu í sumum byggöum, og
varð hún þó viðast sæmileg eða góð. Óþurrkar voru
seinni hluta sumars í Skaftafellssýslu og víSar sunnan
lands. Annars staðar varð afbragðsnýting á heyfeng.
Kartöfluuppskera næstum tvöfaldaðist og varð hin
mesta, sem orðið hefir (125 þús. tunnur), og var
mjög þakkað árgæzku. Svipað var um kornrækt (1000
tunnur). Afli var tregur á vetrarvertið, en síldarafli
bætti talsvert úr.
Brunar. Iiotvogur i Höfnum og þrír menn inni 3.
apríl, Vindás á Rangárvöllum 5. maí, Bær í Lóni 25.
maí, sænska frystihúsið í Rvík (nokkur hluti) 4. júlí,
vörugeymsluliús P. V. á Stokkseyri 25. júlí, Vatna-
hverfi í Húnavatnssýsln 23. des.
Búnaður. Árið var að mörgu leyti hagstæðara en
1938 sakir árferðis og verðhækkunar á framleiðslu,
sem seld var úr landi. Skepnuhöld voru góð, nema
þar sem fjárpestir gerðu usla. Mæðiveiki var ekki eins
skæð og fyrr, nema á nokkrum stöðum, þegar leið að
árslokum. Miltisbrands varð í febr. vart á tveim bæj-
um í Vopnafirði. Fargað var um haustið 331 þús.
dilkum eða 22 þús. færra en 1938 og nál. 70 þús.
færra en 1937; meðalfall dilka 14,41 kg, og var það
einmunagott. Útfluttar landbúnaðarvörur námu ekki
til muna meiri fjárupphæð en árið áður, þrátt fyrir
gengisfall, þvi að þær voru minni að vöxtum. Dýrtið
stríðsins varð bændum allþung sem öðrum.
(42)