Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Side 47
sýningunni stóðu, voru í des. kjörnir heiðursborgar-
ar í New-York. Fyrsti Vestmannadagur var haldinn
á Þingvöllum 2. júlí. Þjóðræknisfélag var stofnað í
Rvik 1. des. til eflingar samvinnu íslendinga austan
hafs og vestan. í stjórn þess voru kosnir Ásgeir Ás-
geirsson, Jónas Jónsson og Thor Thors. Stofnað var
Landssamband ísl. stéttarfélaga 11. nóv. Úr Sósialista-
fl. gekk 7. des. Héðinn Valdimarsson og nokkrir menn
aðrir. í Rvík var stofnað 5. júli Byggingarfélag verka-
manna, í deilu við Byggingarfélag alþýðu. Aðalfundir
flestra félaga og stofnana fóru fram á venjulegum
tíma.
Fjárhagur ríkissjóðs hélzt í svipuðu horfi og árið
áður, nema tekjur og gjöld hækkuðu að krónutali
veg'na gengisbreyting'a og síðan styrjaldar. Um
gjaldeyrisafkomu landsins sjá Verzlun.
Heiðursmerki. Samkv. till. Fálkaorðunefndar 1. des.
voru þessir íslendingar sæmdir heiðursmerkjum orð-
unnar 16. jan. 1940: Stórriddarakrossi með stjörnu,
Gunnar Gunnarsson skáld, Skriðuklaustri; — stór-
riddarakrossi, Ágúst H. Bjarnason prófessor, Gísli
Sveinsson sýslumaður, Vik, Gunnar Ólafsson kon-
súll, Vestm., Jón Hermannsson tollstjóri, Magnús
Jónsson prófessor, Steingrímur Jónsson f. bæjar-
fógeti, Akureyri; — riddarakrossi, Erlendur Péturs-
son formaður K. R., Eyjólfur Jónsson konsúll, Seyðis-
firði, Guðmundur Bergsson f. póstfulltrúi, Gunnar
M. Jónsson skipasmiður, Vestm., Halldór Jónsson
prestur, Reynivöllum, Haraldur Sigurðsson yfirvél-
stjóri, Ingólfur Gíslason héraðslæknir, Borgarnesi,
Jón Guðbrandsson skrifstofustjóri, Iíaupmh., Jón
Halldórsson söngstjóri, Jón Þorsteinsson leikfimis-
kennari, María Markan söngkona, Englandi, Páll
ísólfsson organleikari, Pétur Ingimundarson slökkvi-
liðsstjóri, Sigurður Guðmundsson skrifstofustjóri, Sig-
urður Halldórsson húsameistari, Sigurður Þórðarson
söngstjóri. (Heimili cr í Rvík, nema annars sé getið).
(45)