Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 48
Séra Eiríkur Albertsson varð 19. jan. dr. í guðfræði
fyrir rit um Magnús Eiriksson. Magnús Olsen, próf.
í Osló, var 7. nóv. kjörinn heiðursdoktor í íslenzkum
fræðum.
Heilbrigði var sæmileg. Af heilsuverndarstarfsemi
má m. a. geta þess, að um 560 börn nutu sumardval-
ar á dagheimilum og vistarheimilum, þar af um 400
úr Reykjavík (Grænuborg og Vesturborg Sumargjaf-
ar i Rvilt, dagheimili verkakvennafélagsins í Hafnarf.,
dagheimili kvenfélagsins Óskar, Sigluf., dvalarheimili
Vorboðans að Flúðum og Rrautarholti, Árn., dvalar-
heimili Hringsins á Álftanesi, dvalarheimili kvenfél.
Akureyrar á Svalbarðsströnd og heimili að Lundi í
Axarfirði; fleiri staði mætti telja). Landsmenn voru i
ársbyrjun 118.888. Hafði fjölgað um 1200 manns árið
1938, og var fjölgunin öll og meira til i Reykjavík og
kaupstöðum. Voru þar 57 þús. manns, en i kaup-
túnum 300 íbúa eða stærri 14,3 þús. manns og i smá-
þorpum og sveitum 47,5 þús. Frá miðjum sept. til
jóla fluttust til Reykjavíkur um 2200 manns, einkum
einhleypar stúlkur, námsmenn, verkamenn og fólk,
sem stundaði einhverja ólikamlega vinnu.
Iðnaður. Mest kvað að vinnslu innlendra afurða
lands og sjávar, likt og 1938 í flestum efnum. Frá
síldarverksmiðjunum komu 16,9 þús. smál. síldar-
lýsis og 18,1 þús. smál. sildarmjöls. Niðursuðuiðnað-
ur var allmikill (788 tunnur síldar, 126 smál. af rækj-
um, 17 smál. af humar, 368 smál. mjólkur o. s. frv.).
Stærsta verksmiðjan framleiddi 39 tegundir af nið-
ursuðuvörum. Fiskimjöl var framleitt miklu meira en
árið áður. Framleiðsla sumra veiðarfærategunda óx,
svo sem þorskanetja (varð 18,3 þús.), fiskilína (8,6
þús. tylftir), öngultauma (35,7 millj.). Framleiðsla
fatnaðar, skófatnaðar, hreinlætisvara, matvara (kex,
smjörlikis, kaffibætis o. fl.), sælgætis, málningarvara,
byggingarvara o. s. frv. naut að visu verndar inn-
flutningshafta eins og fyrr, en gjaldeyristregða haml-
(46)