Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 49
aSi vexti, sem ella hefði orðið á mörgum fyrir-
tækjum.
íþróttir. Kappraunir voru liáðar allar hinar venju-
legu, allsherjarmót íþróttafélaga, skíðamót nokkur
(Iandsmót í Skutilsfirði, Thule-mót í Hveradölum,
seint í marz, i sambandi við dvöl norsks skíðakappa
hér á landi, Birger Ruuds). Sundfélagið Ægir í Rvík
átti afmæli og minntist þess 29. marz með sund-
keppni, þar sem allmörg ný met voru sett. Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur átti og afmæli, sem minnzt
var með kappmóti. Af utanförum íþróttamanna má
nefna hópför Ármenninga úr Rvík til Lingiaden (ald-
arafmælis P. H. Lings) i Stokkhólmi i júlí, knatt-
spyrnufél. Frams, Rvík, til Danmerkur í júni—júli
og 18 ísl. knattspyrnumanna til Þýzkalands í júlí
—ágúst. í júlí kom til Reykjavikur færeyskur knatt-
spyrnumannaflokkur, Tvöroyar boltfjelag. Afrek ein-
staklinga: í Íslandsglímu 8. júní varð Ingimundur
Guðmundsson hlutskarpastur. Haukur Einarsson frá
Miðdal synti 19. júlí úr Viðey til Reykjavikur. Og
6. ágúst synti hann Drangeyjarsund á 3 st. 20 mín.
við 8 stiga sjávarhita. Ólafur Gunnarsson frá Akur-
eyri, 19 ára, synti 30. ágúst yfir Dýrafjörð við Þing-
eyri, 2 km leið. Sundlaug var gerð í Varmahlið 1
Skagafirði (skóli væntanlegur). Af öðrum sundlaug-
um má geta tveggja, er vígðar voru 30. júlí, í Kefla-
vik og Siglufirði; hin síðar nefnda var hituð kæli-
vatni af rafstöðvarhreyfli bæjarins.
Mannalát. Aðalbjörg Vilhjálmsd., Gunnarsstöðum,
Þistilfirði, %, 47 ára. Ágústa Eymundsd., Hóli, Vestm.,
*%, 66 ára. Aldis Eiríksd. (móðir Þorst. Þ. Þorsteins-
sonar), %, 85 ára. Ari Hálfdánarson f. hreppstjóri,
Fagurhólsmýri, 2%, 87 ára. Árni Árnason bankam.,
Rvik, !%. Árni Friðriksson kennari, Þórarinsstaða-
eyrum, Seyðisfirði, i jan., 60 ára. Árni Kristjánsson
verkstjóri, Bildudal, %2, 89 ára. Árni Kristjánsson,
Finnsstöðum, Köldukinn, !%, 82 ára. Árni Steinssou,
(47)