Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 54
Eldsumbrot urðu ekki veruleg. Óljóst var um or-
sakir SkeiSarárhlaups í mai og til miSs júnímánaðar
og leiftur, sem sáust í febr. úr Eyjafirði og S.-Þing'.
sunnan frá jöklum. Grænalón hljóp fram í júlílok
(Núpsvötn) og Hagavatn um miSjan ágúst (Tungu-
fljót). Hitabylgja gekk yfir landið dagana eftir 20.
júní. Hún olli m. a. vatnavöxtum, þar sem snjómikið
var í fjöllum, og farartálma, svo sem í Öxnadal, þar
sem skriður stórskemmdu þjóðveg. Jarörask varð af
lofteldi 6. júni hjá Hvammi i Þistilfirði. Eldingu
laust 4. okt. í símaiínu á Vogastapa og olli skemmd-
um allt til Keflavíkur og Hafnarfjarðar. Á BarÖa-
strönd voru 10. sept. rekin á land og drepin 180 mar-
svín. Á Haugi, V.-Húnavatnss., kastaði 14 vetra úti-
gönguhryssa um miðjan febrúar.
Próf. Þessir menn luku burtfararprófi við háskól-
ann (aðaleinkunnir í svigum):
I. guðfræðiprófi: Ástráður Sigursteindórsson (I.
105%), Ragnar Benediktsson (I. 105).
II. kennaraprófi i íslenzkum fræðum: Ragnar Jó-
hannesson (I.).
III. læknisfræðiprófi: Axel Dahlmann (II., 1., 121%).
IV. lögfræðiprófi: Árni M. Jónsson (I. 117), Erlend-
ur Björnsson (I. 123), Helgi Laxdal (I. 126%), Hen-
rik Sveinsson (I. 122%), Ólafur D. Jóhannesson (I.
155), Pétur Eggerz (I. 119%), Vagn Jónsson (I. 124%),
Þorsteinn Sveinsson (II., 1., 110%).
Við erlenda háskóla luku þessir stúdentar prófi
(aðalgrein í svigum):
Davíð Ólafsson, Kiel (hagfræðingur).
Eiríkur Briem, Stokkhólmi (rafmagnsverkfr).
Gísli Þorkelsson, Kaupmh. (verksmiðjuverkfr.).
Guðmundur Guðmundsson, Kaupmh. (tryggingafr.).
Gylfi Þ. Gislason, Frankfurt (hagfræðingur).
Haraldur Hannesson, Köln (hagfræðingur).
Haukur Helgason, Stokkhólmi (hagfræðingur).
Helgi Hálfdanarson, Kaupmh. (lyffræðingur).
(52)