Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Side 55
Ingi Bjarnason, Dresden (verksmiðjuverkfr.).
Jóhann Jónasson, Ási, Noregi (búfræðingur).
Ólafur Sigurðsson, Stokkhólmi (skipasmiður).
Óskar Bjarnason, Kaupmh. (verksmiðjuverkfr.).
Sigurður Þórarinsson, Stokkh. (licentiat í jarðfr.).
Sigurður Þorkelsson, Kaupmli. (rafmagnsverkfr.).
Sveinbjörn Finnsson, London (liagfræðingur).
Sveinn Þórðarson, Kaupmh. (stærðfræðingur).
Zóphonías Pálsson, Kaupmh. (landmælingar).
Samgöngur. Að hafnarbótum var unnið í Stykkis-
hólmi, Salthólmavík, Súgandafirði, Hvammstanga,
Blönduósi, Sauðárkróki, Skagaströnd, Siglufirði, Ól-
afsfirði, Dalvik, Kópaskeri, Þórshöfn, Vestmannaeyj-
um, Þorlákshöfn, Grindavík, Gerðum, Reykjavilc.
Lokið var Knarrarósvita austur af Stokkseyri, unnið
að Þrídrangavita við Vestmannaeyjar, reistur viti á
Miðfjarðarskeri á Borgarfirði, unnið að endurnýj-
un vita á fleiri stöðum.
Vegabótum var haldið áfram álika og undanfarið.
Strandferðir á sjó héldust truflunarlaust. Nýtt strand-
ferðaskip, Esja (verð 2.2 millj.) hóf ferðir i okt. í
árslok var keypt til landsins skonnortan Arctic til
flutninga (frystiskip).
Skiptjón urðu átta, auk fimm skipa, er strönduðu
og náðust út aftur lítt skemmd. Mesta slysið var
er vélb. Þengill fórst 7. febr. með 9 mönnum fyrir
Dalatá, eða skammt þaðan. Einn íslenzku togaranna,
Hannes ráðherra, strandaði 14. febr. við Kjalarnes
og brotnaði siðan. Enskur togari, Mohican frá Hull,
fórst á Rangársandi 19. apríl. Færeyskt fiskiskip,
John Bull, sökk á Skagafirði 20. ágúst eftir árekst-
ur við norskt síldveiðiskip. Sildveiðiskipið Unnur frá
Ak. brann út af Rauðanúpi 29. ágúst. Norskt síld-
veiðiskip, Lappen, 600—700 smál., strandaði 30. ág.
við Leirhöfn á Melralckasléttu, en náðist út siðar.
Færeyskt fiskiskip, Anna, brann á Þistilfirði 6. sept.
Vélb. Björgvin frá Vestm. strandaði 21. sept. við
(53) 32