Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Side 58
lönd. Gengi ísl. krónu var lækkað 4. apríl. Hækkaði
þá enskt £ úr 22.15 kr. í 27 kr. Siðan er £ féll, fylgdi
krónan því, og varð enn um 11% gengisfall. En úr
þvi var krónan bundin við það, að dollar gilti 6.50
kr. Gildi hennar nam i des. 1939 33.9 gullaurum. Út
var flutt fyrir 69.65 millj., en inn fyrir 61.15 millj.
kr., og eru þær tölur líkar 1938, ef með gengismun
er reiknað. Þó varð verzlunarjöfnuður ekki eins hag- jí
stæður (8.50 millj.: 8.65, án gengisreiknings). Duld-
ar greiðslur ollu því talsverðum greiðsluhalla, sem
jafnaðist af auknum „frosnum“ innstæðum erlendra
manna og nýjum lánum (til Esju, Laxárvirkjunar,
hitaveitu Reykjavikur). Eftir að stríð hófst, varð að
greiða flestar vörur út í hönd erlendis. Flutnings-
gjöld margfölduðust. Greiðsluvandkvæði urðu, þrátt
fyrir hagstætt verðlag á útfl. vörum, meiri en nokkru
sinni fyrr. — Innanlands varð litil verðhækkun á
ísl. vörum eða breytingar á söluskipulagi.
Vinnumarkaður. Atvinnuleysi var afarmikið vetur-
inn 1938—39, en virtist hóti minna síðustu mánuði ^
ársins. Með gengisskráningarlögum (sbr. Alþingi) var
kaupgjald í kaupstöðum og kauptúnum lögbundið.
Vinnudeilur urðu um önnur atriði. í Hafnarfirði lauk
27. febr. tíu daga vinnustöðvun vegna stofnunar
„Verkamannafélags Hafnarfjarðar". 25. maí hófst all-
langt verkfall i byggingariðnaði í Reykjavík. Aðgerðir
gegn atvinnuleysi voru hinar sömu og áður.
Björn Sigfússon.
■4
(56)