Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Side 59
Valdamenn á íslandi 1874—1940.
Nú eru liðin G6 ár síðan íslendingar fengu sína
fyrstu heimastjórn. Á þessum tíma hefir veriö
þrenns konar skipulag á málum íslendinga. Fyrstu
30 árin af þessu tímabili voru æðstu menn íslend-
inga tilnefndir af stjórn Dana og kallaðir lands-
höfðingjar. Siðan kom 14 ára tímabil, frá 1904—1918,
þegar Alþingi valdi menn til að stjórna landinu, úr
hópi þingmanna, en Danir litu svo á, að ísland væri
aðeins hluti úr danska ríkinu, en með sérstökum
landsréttindum. Loks kemur 22 ára skeið frá 1918—
1940. Á þeim tima er ísland sjálfstætt ríki og Al-
þingi er einrátt um, hvaða menn gegna hér stjórnar-
störfum. Að síðustu kemur að þvi 9. apríl 1940, að
Þjóðverjar hertaka Danmörku og öll viðskipta- og
samgöngutengsli eru rofin um stundarsakir milli ís-
lands og Danmerkur. Þá tók Alþingi sér fyrir hendur
að ráðstafa um stundarsakir valdi konungs yfir ís-
lenzkum málum og fól það umboð rikisstjórninni
allri.
En áður en byrjað er að greina i stuttu máli frá
þeim landshöfðingjum og ráðherrum, sem stjórnað
hafa íslandi 1874—1940, þykir hlýða að minnast
með örfáum orðum á þann mann, sem i raun og
veru hefir stjórnað landinu meir en nokkur um-
boðsmaður konungs eða Alþingis, en það var Jón
Sigurðsson forseti. Hann var 63 ára að aldri, þegar
landið féltk sína fyrstu byrjun að heimastjórn. Jón
Sigurðsson hafði gefið þjóðinni alla sina vinnu og
alla sina orku, frá þvi hann var stúdent í háskól-
anum i Kaupmannahöfn. Fyrir hans atbeina hafði
landið fengið fullkomið verzlunarfrelsi 1854. Fyrir
hans baráttu fékk landið ráðgefandi þing 1845 og
löggjafarþing með nokkru fjárforræði 1874. Hann
hafði skapað Alþingi og stjórnað því í heilan manns-
(57)