Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Side 60
aídur. Og frá því um 1840 tií banadægurs 1879 hafði
hann með yfirburðum sínum og andlegu valdi stjórn-
að íslendingum. Hann hafði vakið frelsisþrá þjóð-
arinnar og bent henni á færar leiðir. Hann lagði
með ræðum og ritum, og ekki sízt persónulegum
áhrifum, grundvöllinn að nútimalifi íslendinga i
fræðimennsku, stjórnmálum, fjármálum, hvers konar
atvinnumálum, samgöngubótum og uppeldi. Ef Danir
hefðu leyft íslendingum að fá fulla heimastjórn og
sjálfsforræði eftir þjóðfundinn 1851, eins og þeim bar,
þá hefði Jón Sigurðsson ekki aðeins haft hið andlega
vald á íslandi siðasta aldarfjórðung ævi sinnar, held-
ur lika hið formlega vald. Þá mundu framfarir ís-
lands hafa byrjað um miðja 19. öld. Þá mundu Ame-
ríkuflutningar hafa orðið litlir og þjóðin stækkað
miklu örara en raun varð á. Og þá mundi Jón Sig-
urðsson hafa fengið tækifæri til að sýna yfirburði
sína, ekki einungis við að vekja þjóð sina og skipu-
leggja orku hennar, heldur beinlinis við að leggja í
verki grundvöll að alhliða þjóðarframförum.
Danastjórn bauð ekki Jóni Sigurðssyni landshöfð-
ingjaembættið. Hún áleit hann mótgangsmann sinn
og alltof eindreginn íslending til að fara með um-
boð hennar yfir landinu. Danir vildu hafa íslenzku
landshöfðingjana ráðsetta hæfileikamenn og æfða í
stjórnarstörfum i ráðuneyti konungs i Kaupmanna-
höfn. Þeir áttu að vera tryggir og dyggir embættis-
menn. Staða þeirra var erfið, þvi að þeir áttu sér
tvo húsbændur: Alþingi og stjórn Dana. Þegar síð-
asti landshöfðinginn skilaði af sér embættinu i hend-
ur ráðherrastjórnarinnar 1904, sagði hann í ræðu,
að landshöfðinginn hefði verið eins og lús á milli
tveggja nagla. Það var hugtak, sem menn skildu
þá betur en nú.
Landshöfðingjar íslendinga voru þrír: Hilmar Fin-
sen, Bergur Thorberg og Magnús Stephensen. Þeir
höfðu allir útlend ættarnöfn, en voru samt. góðir
(58)