Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 62
Hilmar Finsen.
íslandi þar til 1883. Hann nam íslenzku, svo að
hann gat haldið viðunanlegar þingræður á tungu
landsmanna. Hann var gætinn i fjármálum og átti
með sparsömum þingmönnum þátt í að stofna við-
lagasjóðinn. Átti landið i honum rúmlega milljón
króna, þegar Hilmar Finsen lét af embætti. Marg-
þætt löggjöf vegna hins tilvonandi islenzka rikis var
gerð á stjórnarárum Finsens, bæði meðan hann var
landstjóri og eftir að hann gerðist landshöfðingi.
Hið nýja heimili þurfti margs með. Það fékk hegn-
ingarlög, launalög, vegalög, yfirsetukvennalög, sótt-
varnarlög, lög um ábúðar og lausafjárskatt, um toll
á tóbaki og áfengi, um læknaskóla og læknisembætti
o. m. fl. Á þessum tima reisti þjóðin þinghúsið. ís-
lendingar höfðu barizt fyrir að fá þing, til að stýra
málum frjálsrar þjóðar. Nú byggði þjóðin fyrstu
stórbygginguna handa Alþingi.
Hilmar Finsen fór til Danmerkur alfarinn 1883
og varð litlu siðar ráðherra i stjórn Estrups. Hann
andaðist úr krabbameini 1886, 62 ára að aldri.
Eftirmaður Hilmars Finsens var Bergur Thorberg.
Hann var prestssonur frá Siglufirði. Hann lauk laga-
námi í Kaupmannahöfn og vann siðan í stjórnarráði
(60)