Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 64
a‘Ö dómara í landsyfirrétt-
inum og konungkjörnum
þingmanni. Hann var rétt
fimmtugur þegar Bergur
Thorberg féll frá. Stjórn-
in valdi hann þá þegar
til landshöfðingja. Þótti
mörgum Islendingum
vænt um, að völ var
á slíkum manni, sem
stjórnin trúði, en lands-
menn virtu, því að ann-
ars þótti viðbúið, að
danskur maður yrði sett-
ur í embættið. Staða landshöfðingja var þá hin
erfiðasta. Þjóðin heimtaði, undir forustu Bene-
dikts Sveinssonar, aukið frelsi og sjálfstæði. En
i Danmörku sat þá við völd einræðisstjórn
Estrups, er hélt tign sinni við með hervaldi,
en hafði að litlu eða engu kröfur þjóðar sinnar.
Varð á þessum árum stöðugur árekstur milli Alþingis
og dönsku stjórnarinnar. Beitti hún óspart synjun-
arvaldi sinu og neitaði þráfaldlega staðfestingar
iögum, sem eindreginn þjóðarvilji stóð á bak við, svo
sem um brú á Ölfusá. Magnús landshöfðingi var
flestum öðrum færari að miðla málum i þessum
efnum. Hann var gæddur góðum gáfum, hafði við-
tæka menntun, líka utan við sérgrein sína. Mælti m. a.
vel á franska tungu, sem þá var sjaldgæft hér á landi.
Hann var stilltur maður, yfirlætislaus i framlcomu
og hversdagsgæfur, en fastlyndur og þéttur fyrir, ef
hann átti hendur að verja. Hann var ihaldssamur að
eðlisfari, svo sem vænta mátti eftir ætt hans og upp-
runa. Hann var um stund i ritstjórn „Nýrra félags-
rita“, eins og Bergur Thorberg, en þokaðist síðan úr
flokki Jóns Sigurðssonar og var áhrifamikill maður
í sveit hinna konungkjörnu. Hann fylgdi trúlega
(62)
r
Magnús Stephensen.