Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 67
Hannes Hafstein var rúmlega fertugur, er hann tók
við ráðherraembætti. Faðir hans hafði verið amt-
maður norðan og austanlands og búið á Möðruvöll-
um i Hörgárdal. Kristjana, móðir Hannesar, var syst-
ir Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og mikil af-
bragðskona. Hannes var einna fríðastur og tilkomu-
mestur sinna samtíðarmanna og þótti nokkuð jafnt
á komið með honum og Einari skáldi Benediktssyni.
Hann var höfðinglegur í framkomu, mikill ræðu-
maður og mikils háttar ljóðskáld. Starfsferill hans
hafði verið glæsilegur. Hann nam lögfræði í Kaup-
mannahöfn, varð þá trúnaðarmaður Magnúsar lands-
höfðingja á skrifstofu hans í Reykjavík, sýslumaður
á ísafirði eftir Skúla Thoroddsen og loks ráðherra
á tiltölulega ungum aldri.
Alda nútimaframfara var nú að brjótast inn yfir
þjóðina á öllum sviðum. Siðustu ár landshöfðingja-
timabilsins höfðu verið góður undirbúningstími. Nú
kom innlend stjórn, undir forustu stórhuga athafna-
manns. Hann valdi til starfsmanna í hinar nýju skrif-
stofur færustu menn, sem völ var á, og bjó stjórn-
arráðið að þeirri gerð um langa stund. Hannes Haf-
stein beitti sér fyrir að koma skipulagi á fræðslu
barna, stofnsetti Kennaraskólann undir vel hæfri
stjórn, byrjaði að hlynna að sltógrækt og skóggræðslu,
lét reisa Safnahúsið yfir Landsbókasafnið, Náttúru-
gripasafnið, Þjóðskjalasafnið og Forngripasafnið. Og
að lokum tókst honum að fá sæsima lagðan frá Eng-
landi til Austfjarða og þaðan yfir landið til Reykja-
vikur. Þegar landið var komið í simasamband við
umheiminn, fluttist yfirstjórn íslenzkrar verzlunar
frá útlöndum til Reykjavíkur. Sjávarútvegur blómg-
aðist. Landsmenn eignuðust allmarga togara og
mikið af vélbátum. Það fór nýr andi gegnum þjóð-
lífið. Mörgum þótti sem skáldadraumur Hannesar
Hafsteins úr aldamótaljóðum hans ætlaði brátt að
rætast.
(65)