Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 68
Einn af helztu fylgismönnum dr. Valtýs Guð-
mundssonar var Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar.
Hann var Barðstrendingur, fæddur 1846. Varð stíx-
dent 23 ára og hóf þá laganám i Kaupmannahöfn,
en lauk ekki prófi. Á Hafnarárum sínum var Björn
handgenginn Jóni Sigurðssyni og virðist Jón hafa
búizt við miklu af honum, er hann tæki til starfa
á íslandi. Björn Jónsson var mikill vexti og hinn
hermannlegasti tilsýndar. Hann var ágætur ræðu-
maður. Rödd hans var djúp og sterk, en þó breytileg.
Hann var mikill smekkmaður á íslenzkt mál. Blaða-
greinar hans voru þróttmiklar og sannfærandi vegna
snilli i meðferð málsins og heitra skapsmuna, sem
leyndust bak við orð hans. Á fjölmennum mann-
fundum var Björn Jónsson tilþrifameiri en
flestir landar hans. Þjóðhátiðarárið 1874 stofnaði
Björn Jónsson blaðið ísafold og stýrði þvi til 1909,
er hann varð ráðherra. Gerði hann ísafold betur
lir garði en flest önnur blöð, sem þá voru gefin
út. í landsmálum fór hann sér hægt, fram eftir
árum, átti vingott við Magnús Stephensen og bauð
sig ekki fram til þings. Áhrif hans fóru þó vaxandi,
vegna þess hve ísafold var vekjandi og skarplega
rituð. Þegar dr. Valtýr Guðmundsson kom fram á
sjónarsviðið, studdi Björn Jónsson hann. Vorið 1896
gengu miklir landskjálftar um Suðurland og hrundi
fjöldi bæja til grunna. Björn Jónsson beitti sér þá
fyrir þvi með miklum skörungsskap, að Reykvik-
ingar tækju börn af fólki á landskjálftasvæðinu, og
munaði mikið um forgöngu hans i því máli.
Þegar Hannes Hafstein tók við ráðherradómi, var
Björn Jónsson nálega sextugur að aldri, hvitur fyrir
hærum og hinn öldurmannlegasti. Þá má segja, að
liann yrði ungur i annað sinn. Hann gerði ísafold
að voldugu andófsblaði. Skáldið Einar Kvaran var
þá meðritstjóri hans við ísafold. Var samstarf þeirra
hið nánasta. Undir þeirra stjórn varð ísafold is-
(66)