Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 71
um þaS, hvort hann eða Skúli Thoroddsen ætti að
taka við stjórn landsins, en Björn varð hlutskarpari.
Björn Jónsson var nú kominn nokkuð á sjötugs-
aldur. Hann var slitinn maður og að sumu leyti með
bilaða heilsu. Flokkur hans var mjög stór, en mjög
ósamstæður og erfitt að halda honum saman. Flokks-
menn voru ekki bundnir sameiginlegum heitum
nema um eitt, að vera á móti sambandslagaupp-
kasti Hannesar Hafsteins. Það var að vísu moldað
á þinginu, en þá komu upp innbyrðisdeilur í liði
ísafoldar. Björn Jónsson hafði mjög hvatvíslega
vísað úr stjórn Landsbankans bankastjóranum
Tryggva Gunnarssyni og gæzlustjórunum Eiríki
Briem og Kristjáni Jónssyni yfirdómara. Við rann-
sókn kom í Ijós, að burtvikningin var ógætilegt fljót-
ræðisverk. Tryggvi Gunnarsson var vinsæll og
mikilsvirtur maður um allt land, Kristján Jónsson
var einn af helztu mönnum í þingliði Björns Jóns-
sonar, og annar mikilsmetinn maður í þingflokki
hans var Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum, bróðir
Eiríks Briems.
Þetta átak var of mikið fyrir flokk ísafoldar. Hann
klofnaði í tvær mjög andvígar sveitir. Og tveim ár-
um eftir valdatöku Björns Jónssonar var hann
sóttur með vantrausti í báðum deildum þingsins,
bæði af helmingnum af sínum flokki og af öllum
liðsafla Hannesar Hafsteins. Björn Jónsson varðist
andstæðingum sínum eins og Grettir í Drangey.
Neytti hann þá til fullnustu og í síðasta sinn yfir-
burðahæfileika sinna í málfærslu og ræðumennsku.
En það kom fyrir ekki. Hann var felldur frá völdum
og andaðist einu ári siðar, eftir langt og margþætt
dagsverk. Ivristján Jónsson tók nú við ráðherradómi
og sat að völdum eitt ár. Hann mundi að líkindum
hafa átt auðveldan kost á að taka við stjórnartaum-
unum 1909, en þá dró hann sig í hlé. Nú vildi hann
gjarnan vera ráðherra stutta stund, til að sýna, að
(69)