Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Side 74
fC máli nefndir „þversum", af því að þeir væru þverir í
lund og vildu loka samkomulagsleiðum. Hinir fylgdu
Einari Arnórssyni og hlutu á sama hátt gælunafnið
„langsum“. Auk þess fylgdu heimastjórnarmenn þess-
ari stjórn og var talið, að þeir hefðu átt þátt í, að
málunum lauk á þann hátt, sem varð. Einar Arnórs-
son undirritaði stjórnarskrána, en ekki með „fyrir-
vara“, heldur svokölluðum „eftirvara“. Taldi kon-
ungur sig geta gengið að þeirri lausn málsins.
Einar Arnórsson var tiltölulega ungur maður, þeg-
ar hér var komið sögu. Hann var Árnesingur að
ætt. Gekk ungur í Flensborgarskólann og sýndi yfir-
burði um námsliæfileika. Fór þaðan í menntaskólann
og' síðan til Kaupmannahafnar og lauk þar lagaprófi
með mjög hárri einkum. Skömmu eftir að hann
kom heim, var stofnaður lagaskóli i Reykjavik. Varð
Einar Arnórsson einn af kennurum hans og' gegndi
þvi starfi um langa stund, þar til hann varð dóm-
ari í hæstarétti. Var Einar Arnórsson mikilsmetinn
sem kennari við háskólann. Þótti hann bæði greina-
góður kennari i lögfræði og óvenjulega afkastamikill
rithöfundur um lögfræðileg efni. Hann var nú ráð-
herra um tveggja ára skeið, frá 1915—1917. Heims-
striðið var þá i algleymingi og óhægt um fram-
kvæmdir. Hann hafði auk þess ótraustan bakhjarl
á þingi. Annars vegar andstæðinga sina frá kosn-
ingum, heimastjórnarmennina, og liins vegar brot
af sínum gamla flokki. Gerðist fátt sögulegt i lands-
málunum i ráðherratið hans. En þvi þýðingarmeiri
atburðir voru um þessar mundir að gerast utan Al-
þingis og stjórnarráðsins.
Þrjár meiri háttar breytingar voru gerðar, sum-
part i stjórnarskrá þeirri, er Sigurður Eggerz og
Einar Arnórsson höfðu fjallað um, og sumpart i
*
sambandi við hana. Konum var nú veittur kosn-
ingarréttur og kjörgengi til Alþingis. Umboð hinna
konungkjörnu þingfulltrúa var fellt niður, en i stað
(72)