Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 76
og einn verkamannafulltrúi. Heimastjórnarmenn og
„langsum" höfðu staðið að stjórn Einars Arnórs-
sonar og höfðu talið öruggt, að þeir mundu hafa
saman meiri hluta á þingi. En nú var það ekki. Fram-
sókn, „þversum" og verkamannafulltrúinn höfðu til
samans einum manni fleira á þingi heldur en banda-
iag stjórnarliða. Stóðu átök um nokkurra daga skeið
um það, hvort annað hvort bandalagið gæti mynd-
að starfhæfa stjórn. Brátt kom í Ijós, að það var
ekki hægt. Þrír aðalflokkarnir komu sér nú saman
um að mynda þjóðstjórn. Alþingi gerði nauðsyn-
legar ráðstafanir til að ráðherrar gætu orðið þrír.
Heimastjórnarmenn voru stærsti flokkurinn og
þeim var falin forstaðan. Jón Magnússon varð fyrsti
ráðuneytisforseti á íslandi. Sigurður Jónsson i Yzta-
felli varð atvinnu- og bankamálaráðherra, en Björn
Kristjánsson, einn af helztu mönnum „þversum“-
flokksins, tók við stjórn fjármálanna.
i Þjóðstjórn Jóns Magnússonar stóð í þrjú ár, frá
51917—20. Samstarf hinna þriggja flokka var á-
rekstralitið. Þrjú stórmál voru leyst á þessu tíma-
Ibili: sambandsmálið milli íslands og Danmerkur,
styrjaldarmálin, að tryggja nægilegar vörur til lands-
Úns, og viðreisn Landsbankarts sem þjóðbanka.
Jón Magnússon var 58 ára að aldri, er hann mynd-
aði sitt fyrsta ráðuneyti. Hann var sonur Magnúsar
Jónssonar prests í Laufási við Eyjafjörð. Jón hafði
numið lögfræði í Kaupmannahöfn. Siðan verið um
nokkur ár sýslumaður í Vestmannaeyjum, og náði
þar þeim vinsældum, að hann gat unnið kjördæmið
af Valtý Guðmundssyni. Magnús Stephensen flutti
hann frá Vestmannaeyjum á skrifstofu landshöfð-
ingja, þegar Hannes Hafstein fór þaðan til ísa-
fjarðar. En þegar Hannes Hafstein varð ráðherra, setti
liann Jón yfir dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Nokkrum árum síðar veitti Hafstein Jóni Magnús-
syni bæjarfógetaembættið í Reykjavik, en það var þá
(74)