Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Side 78
unum. Vorið 1918 sendu Danir til Reykjavíkur fjóra
kunna stjórnmálamenn. Einn af þeim var I. C. Christ-
ensen, sem 1908 hafði ekki viljað annað heyra en
að ísland yrði um alla framtið liluti af Danaveldi.
íslendingar héldu fyrir sitt leyti allvel saman. Komst
á samkomulag með fulltrúum beggja þjóðanna um,
að ísland skyldi verða talið fullvalda ríki við hlið
Danmerkur. Konungur skyldi kenna sig við bæði
löndin. Nokkur mál, svo sem meðferð utanríkismála
og þegnréttur, skyldu vera sameiginleg fyrir bæði
löndin. Eftir 25 ár gat hvor þjóðin fyrir sig sagt upp
samningum um sameiginlegu málin. Ef mikill meiri
hluti kjósenda á Islandi samþykkti uppsögn sam-
bandssáttmálans, þá var hann, að því er málefni
snerti, fallinn úr gildi. í þessum sáttmála var ákveðið,
að ef íslendingar vildu búa til sinn eiginn hæstarétt,
þá gætu þeir það og sömuleiðis tekið í sínar hendur
strandgæzluna. Ári siðar setti Alþingi lög um inn-
lendan hæstarétt, og á allmörgum árum kom þjóðin
sér upp flota gæzluskipa og gæzlubáta, þannig að
landhelgisvarnir komust í raun og veru i hendur ís-
lendinga. Alþingi samþykkti þennan sáttmála, nema
tveir þingmenn. Hann var siðar staðfestur af yfir-
gnæfandi meiri hluta við almenna þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þrír af dönsku þingflokkunum stóðu fyrir
sitt leyti að samningnum. En leifar .af flokki Estrups
voru enn samir við sig og þóttu þessi kjör of góð
handa íslendingum.
Þjóðstjórn stríðsáranna setti á stofn allsherjar
landsverzlun undir forustu þriggja dugandi kaup-
sýslumanna, og keypti sú landsverzlun megnið af
nauðsynjavörum handa öllu landinu. Tókst með þvi
að tryggja landsbúum nægilegar vörur og með eðli-
legu verði. Var þetta vinsælt hjá öllum þorra manna,
nema nokkrum hluta verzlunarstéttarinnar, sem
þótti gengið nærri atvinnufrelsi sínu. Um Lands-
bankann urðu mikil átök á þessum árum, einkum
(76)