Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 82

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 82
kom til skjalanna, tókst honum að mynda stjórnina, með stuðningi hinna gömlu „þversum“-manna. Jón Magnússon hafði enn sem fyrr dómsmálaráðuneytið, Jón Þorláksson fjármálastjórnina og Magnús Guð- mundsson atvinnumálin. Þetta þriðja og síðasta ráðuneyti Jóns Magnússon- ar stóð frá því á útmánuðum 1924 þar til seint á sumri 1927. Þó að Jóni Þorlákssyni hefði mistekizt að mynda ríkisstjórnina, var hann mestur áhrifa- maður í þessu ráðuneyti og setti svip sinn á stefnu stjórnarinnar. Árið 1924 varð óvenjulegt góð- æri. Þorskaflinn varð meiri en dæmi voru til áður og verðið að sama skapi hátt í Suðurlöndum. Tekj- ur ríkissjóðs fóru margar milljónir fram úr áætlun. Jón Þorláksson reyndi að eyða sem allra minnstu fram yfir ráðagerð fjárlaga og setti metnað sinn í sem fjármálaráðherra að láta hinar miklu og ó- væntu tekjur ganga til skuldagreiðslu. Hann taldi það yfirlýsta stefnu sina og flokksins að láta rikið ekki blanda sér i atvinnurekstur, halda við hófleg- um framkvæmdum og greiða af skuldum, eins og frekast var unnt. Síðustu stjórnarár þessa ráðu- neytis voru ekki jafn hagstæð, og varð jafnvel nokk- ur tekjuhalli á rikisbúskapnum síðustu missirin, sem þessi stjórn sat að völdum. Jón Magnússon andaðist vorið 1926 og tók Jón Þorláksson þá við stjórnarforustunni, það eina ár, sem eftir var til kosninga, og bætti ekki manni í ráðuneytið. Meðan góðærið var fyrr á kjörtímabil- inu, taldi Jón Þorláksson rétt að hækka gengi is- lenzkrar krónu allmikið, og taldi það þjóðarmetnað, að bregðast ekki því trausti, sem almenningur yrði að bera til hins lögboðna gjaldeyris. En þessi breyt- ing olli framleiðendum til lands og sjávar miklum erfiðleikum og átti nokkurn þátt í því, að íhalds- flokknum farnaðist ekki vel við kosningarnar 1927. Fáum vikum eftir að Sigurður Jónsson frá Ysta- (80)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.