Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 82
kom til skjalanna, tókst honum að mynda stjórnina,
með stuðningi hinna gömlu „þversum“-manna. Jón
Magnússon hafði enn sem fyrr dómsmálaráðuneytið,
Jón Þorláksson fjármálastjórnina og Magnús Guð-
mundsson atvinnumálin.
Þetta þriðja og síðasta ráðuneyti Jóns Magnússon-
ar stóð frá því á útmánuðum 1924 þar til seint á
sumri 1927. Þó að Jóni Þorlákssyni hefði mistekizt
að mynda ríkisstjórnina, var hann mestur áhrifa-
maður í þessu ráðuneyti og setti svip sinn á
stefnu stjórnarinnar. Árið 1924 varð óvenjulegt góð-
æri. Þorskaflinn varð meiri en dæmi voru til áður
og verðið að sama skapi hátt í Suðurlöndum. Tekj-
ur ríkissjóðs fóru margar milljónir fram úr áætlun.
Jón Þorláksson reyndi að eyða sem allra minnstu
fram yfir ráðagerð fjárlaga og setti metnað sinn í
sem fjármálaráðherra að láta hinar miklu og ó-
væntu tekjur ganga til skuldagreiðslu. Hann taldi
það yfirlýsta stefnu sina og flokksins að láta rikið
ekki blanda sér i atvinnurekstur, halda við hófleg-
um framkvæmdum og greiða af skuldum, eins og
frekast var unnt. Síðustu stjórnarár þessa ráðu-
neytis voru ekki jafn hagstæð, og varð jafnvel nokk-
ur tekjuhalli á rikisbúskapnum síðustu missirin, sem
þessi stjórn sat að völdum.
Jón Magnússon andaðist vorið 1926 og tók Jón
Þorláksson þá við stjórnarforustunni, það eina ár,
sem eftir var til kosninga, og bætti ekki manni í
ráðuneytið. Meðan góðærið var fyrr á kjörtímabil-
inu, taldi Jón Þorláksson rétt að hækka gengi is-
lenzkrar krónu allmikið, og taldi það þjóðarmetnað,
að bregðast ekki því trausti, sem almenningur yrði
að bera til hins lögboðna gjaldeyris. En þessi breyt-
ing olli framleiðendum til lands og sjávar miklum
erfiðleikum og átti nokkurn þátt í því, að íhalds-
flokknum farnaðist ekki vel við kosningarnar 1927.
Fáum vikum eftir að Sigurður Jónsson frá Ysta-
(80)