Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 83
felli hafði tekið sæti i stjórn Jóns Magnússonar 1917,
stofnuðu framsóknarmenn blaðið Tímann í Reykja-
vík og Dag á Akureyri. Skömrnu siðar tók við rit-
stjórn Timans ungur guðfræðingur, Tryggvi sonur
Þórhalls Bjarnarsonar biskups í Laufási. Varð blaðið
undir ritstjórn Tryggva fjöllesið og áhrifamikið.
Studdi það málefni samvinnufélaganna, og almenn-
ar framfarir. En ritstjóranum lágu sérstaklega á
bjarta umbætur á kjörum fólks í sveitum. Varð
Tryggvi Þórhallsson náinn samstarfsmaður Sigurðar
Sigurðssonar búnaðarmálastjóra um mörg ár, að þvi
að efla landbúnaðinn á mörgum sviðum með mikl-
um framlögum úr ríkissjóði. Áttu þeir mikinn þátt í
að efla hvers konar verkvélanotkun við landbúnaðar-
störf.
Tryggvi Þórhallsson var kosinn á þing í Stranda-
sýslu haustið 1923, og varð um líkt leyti formaður
Framsóknarflokksins. Meðan íhaldsstjórnin sat að
völdum, 1924—1927, beitti Tryggvi Þórhallsson sér
bæði i blaði sínu og á þingi eindregið móti stjórn-
inni og stefnu liennar. Hafði engin stjórn mætt jafn
öflugri mótstöðu, síðan Hannes Hafstein átti i höggi
við Björn Jónsson i ísafold. Tryggvi Þórhallsson
fann á þeim árum upp vígorðið: „Allt er betra en
ílialdið“. Við kosningarnar 1927 störfuðu framsókn-
armenn og alþýðuflokksmenn saman í öllum kjör-
dæmum, eftir vígorði Tryggva Þórliallssonar, móti
íhaldsflokknum, og unnu mikinn sigur sameiginlega.
Framsóknarmenn voru 20, en alþýðuflokksmenn 5,
Mótstaðan gegn íhaldsflokknum sameinaði hina flokk-
ana um stundarsakir. Jón Þorláksson baðst þegar í
stað lausnar fyrir íhaldsstjórnina, en þingmenn
hinna tveggja flokkanna komu saman á fund í Reykja-
vik. Tryggva Þórhallssyni var falið að mynda ráðu-
neytið. Hann tók við forstöðu atvinnumálanna,
Magnús Kristjánsson, forstjóri landsverzlunarinnar,
við fjármálastjórninni, en Jónas Jónsson, skólastjóri
(81)