Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 84
Jón Þorláksson. Tryggvi Þórhallsson.
Samvinnuskólans, við dómsmálaráðuneytinu. Alþýðu-
flokkurinn vildi ekki að svo stöddu leggja til mann
í stjórn, en hét hinu nýja ráðuneyti hlutleysi fyrst
um sinn.
Ráðuneyti Tryggva Þórhallsson varð fyrir sama
láni og ihaldsstjórnin, að mikið góðæri kom yfir
landið i nokkur missiri. Var vorhugur í þjóðinni,
og bæði þing og stjórn hafði rúmar hendur um ríkis-
tekjur. Ráðuneyti framsóknarmanna sat að völdum
heilt kjörtímabil, frá 1927—1931. Á þessu tímabili var
reist fyrsta síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði,
mikið fé lagt til ræktunar og búnaðarmála, byrjað
að nota jarðhitann i stórum stil, bæði i gróðurhús-
um og til að liita ýmsar stórbyggingar, svo sem héraðs-
skólana, sundhöllina, sem þá var í smiðum, og sund-
laugar viða um land. Þá var byrjað að styrkja bænd-
ur til húsabygginga í sveitum, og verkamannabústaði
i kaupstöðum og kauptúnum. Á þessu kjörtímabili
breytti íhaldsflokkurinn um heiti og nefndi sig nú
Sjálfstæðisflokk. Andúð hans gegn framsóknar-
stjórninni var mikil, svo sem vænta mátti. Hafði
flokkurinn mikinn og harðsnúinn blaðakost og
marga dugandi ræðumenn á þingi. Harðnaði sókn
(82)