Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 85
sjálfstæSismanna svo mjög, að eítt árið stóðu eld-
húsdagsumræður i heila viku, og var nóttin stundum
tekin með til þingverkanna. Eftir því sem meira leið
á kjörtímabilið, kólnaði sambúð stjórnarflokkanna.
Þótti sumum af leiðtogum Alþýðuflokksins, ekki sizt
Héðni Valdimarssyni, að Alþýðuflokkurinn bæri
minna úr býtum, eftir samstarfið, heldur en vera ætti.
Kom þar loks á útmánuðum 1931, að Alþýðuflokkurinn
og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu með sér bandalag í
leyni um að fella framsóknarstjórnina þá í þing-
lokin, samþykkja nýja stjórnarskrá, breyta kjör-
dæmaskipuninni til stórra muna á þann hátt, að
hin vaxandi kauptún og kaupstaðir gætu fengið til-
svarandi vald á þingi, eins og atkvæðatala þeirra
óx heima fyrir. En til þess varð að draga úr áhrifa-
valdi gömlu kjördæmanna, þar sem framsóknar-
menn höfðu sitt meginfylgi.
Tryggva Þórhallssyni barst fregn um þetta óvænta
bandalag. Þótti honum öðruvísi búið að dreif-
býlinu, heldur en hann vilda vera láta, og hugðist
að láta hér koma krók á móti bragði. Undirbjó hann
þingrof og liagaði svo til, að hann las upp boðskap
konungs um þingrofið rétt áður en foringjar hinnar
nýju sambræðslu, Jón Þorláksson og Jón Baldvins-
son, ætluðu að flytja vantraustsræður í útvarp úr
þingsalnum.
Andstæðingum Framsóknarflokksins kom þessi að-
ferð Tryggva Þórhallssonar alveg á óvart. Drógu þeir
injög í efa í fyrstu, að þingrofið væri löglegt. Miklar
æsingar urðu í bænum næstu daga á eftir. Höfðu
Reykvíkingar aldrei látið bera á svo miklum póli-
tískum hita síðan 1909, þegar Björn Jónsson vék
Tryggva Gunnarssyni og gæzlustjórunum úr Lands-
bankanum. Eftir meiri háttar deilur í viku, sættu
andstæðingar Tryggva Þórhallssonar sig við orðinn
hlut og hófu undirbúning fyrir nýjar kosningar. Nú
var mjög skipt um aðstöðu fyrir framsóknarmönnum
(83)