Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 87
enda frá kosningunum áriS áður. Málinu lauk svo, að
Tryggvi Þórhallsson baðst lausnar fyrir ráðuneyti
sitt, en ný stjórn var mynduð undir forustu Ásgeirs
Ásgeirssonar. Með honum gengu í stjórnina Magnús
Guðmundsson og Þorsleinn Briem prestur á Alcranesi.
Ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar sat að völdum i
tvö ár, frá 1932—34. Það var myndað út af árekstr-
inum í kjördæmamálinu og taldi það megin-verk-
efni sitt að leysa þann vanda. Bar stjórnin fram frv.
til breytinga á stjórnarskránni, þar sem gömlu kjör-
dæmin héldust óbreytt. Reykjavik fékk 6 þingmenn,
og siðan mátti bæta við svo kölluðum uppbótarþing-
mönnum, þannig að þingmenn gátu orðið 49 að tölu.
Kosingar fóru fram um stjórnarskrána vorið 1933.
Var þá mikil óánægja i Framsóknarflokknum og
tapaði hann sex þingsætum. Þótti mörgum kjósend-
um, að flokkurinn hefði í slælegra lagi fylgt eftir
kosningasigri þingrofsbaráttunnar. Haustið eftir
klofnaði Framsóknarflokkurinn út af þessum átökum.
Jón Jónsson í Stóradal og Tryggvi Þórhallsson geng-
ust fyrir að mynda nýjan flokk, er þeir nefndu Bænda-
flokk. Nokkrir af þingmönnum framsóknarmanna
fylgdu Tryggva Þórhallssyni inn í Bændaflokkinn og
í fyrstu leit út fyrir, að verulegur hluti af kjósenda-
fylgi flokksins færi sömu leið.
Kosningar urðu aftur vorið 1934, eftir hinni nýju
stjórnarskrá og kosningalögum. Voru tvenns konar
bandalög i landinu. Annars vegar Sjálfstæðisflokk-
urinn og hinn nýi Bændaflokkur, sem hugðu á sam-
vinnu, en til hinnar handar Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn. Hafði þá í bili fennt yfir deilur
þeirra um kjördæmamálið.
Framsóknarmenn fengu við þessar kosningar 15
þingmenn, Alþýðuflokkurinn 10, Bændaflokkurinn 3.
Ásgeir Ásgeirsson var um stund utanflokka. Sjálf-
stæðismenn voru 20. Framsóknarmenn og Alþýðu-
flokkurinn höfðu til samans meiri hluta i samein-
(85)