Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 88
I
Ásgeir Ásgeirsson. Ilermann Jónasson.
uðu þingi, en vantaði eitt atkvæði til að hafa meiri
hluta í báðum deildum. Ásgeir Ásgeirsson gekk nú
til samstarfs við Alþýðuflokkinn og með fylgi hans var
kominn eins konar meiri hluti. Síðar bættist einn af
liðsmönnum Bændaflokksins, Magnús Torfason, við,
sem stuðningsmaður þingmeirihlutans. Var nú mynd-
uð samstjórn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokks-
ins. Hermann Jónasson, lögreglustjóri í Reykjavík,
varð forsætisráðherra, Með honum tók sæti í stjórn-
inni ungur framsóknarmaður, Eysteinn Jónsson, en
fyrir hönd Alþýðuflokksins Haraldur Guðmundsson,
dótturson Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum.
Það átti fyrir hinum nýja forsætisráðherra að
liggja, eins og Jóni Magnússyni, að halda samstarfi
í ríkisstjórn samsettri úr ósamstæðum flokkum. En
forsaga þessara manna var að öðru leyti ólík. Jón
Magnússon hafði fetað sig áfram stig fyrir stig, verið
sýslumaður, landshöfðingjaritari, skrifstofustjóri, bæj-
arfógeti, auk þess sem hann var gamall og þaulreyndur
þingmaður, er hann myndaði sitt fyrsta ráðuneyti.
Hermann Jónasson var kominn af ætt gildra bænda
í Skagafirði. Hann hafði brotizt áfram með eigin
vinnu gegnum nám í menntaskóla og háskóla. Tók
(86)