Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Blaðsíða 90
sonar. SambúSin var allgóð í fyrstu og innt af hendi
mikið löggjafarstarf. En þegar tók að líða á kjörtíma-
bilið, komu fram ágreiningsmál, sem erfitt var að
ná samkomulagi um.
Jón Baldvinsson var forseti Alþýðuflokksins, en
Héðinn Valdimarsson hafði lengi verið mikill ráða-
maður i flokknum. Hann liafði staðið fast að samn-
ingum þeim við sjálfstæðismenn, sem leiddu til þing-
rofsins 1931. Nú þótti honum ekki aðstaða Alþýðu-
flokksins hafa batnað svo sem hann taldi hóf á.
Þótti honum það, sem hann kallaði seinlæti og' tregðu
framsóknarmanna, vera myllusteinn um háls sam-
starfsflokksins. Á flokksþingi Alþýðuflokksins 1936
fékk hann því ráðið, að samþykktar voru mjög rót-
tækar kröfur um þjóðnýtingu útvegsins, og var sú
orðsending látin fylgja með, að ef framsóknarmenn
vildu ekki innan þriggja mánaða heita þessum kröf-
um stuðningi sínum, þá skyldi samstarfi um rikis-
stjórnina vera slitið. Þegar Alþingi kom saman, lagði
Héðinn Valdimarsson fram ltröfu um að leysa stærsta
útgerðarfélag landsins, Kveldúlf, upp með alþingis-
samþykkt. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn voru
algerlega mótfallnir þessari málsmeðferð. Fram-
sóknarmenn sögðu, að það væru bankarnir, en ekki
Alþingi, sem ættu að taka ákvörðun um slik mál.
Tillaga Héðins Valdimarssonar var svæfð í þinginu,
en Hfermann Jónasson taldi stjórn sina nú vanta
nauðsynlegan stuðning og efndi til kosninga vorið
1937, einu ári fyrr en kjörtímabilinu var lokið. Var
nú mikill viðbúnaður á allar hliðar. Sjálfstæðismenn
og' Bændaflokkurinn voru nú í opinberu bandalagi og
létu sjálfstæðismenn þessa félaga sína fá Dalasýslu
handa einum frambjóðandanum, svo að Bændaflokk-
urinn hefði eitt öruggt kjördæmi og gæti eflt sig með
viðbótarsætum. Framsóknarmenn og Alþýðuflokkur-
inn höfðu i sumum kjördæmum nokkra samvinnu,
en mjög var það að óvilja Héðins Valdimarssonar.
(88)