Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Page 92
til að bjarga afkomu togaranna og landsins úr bráð-
um voða, nema með því að þingið lögfesti gerðardóm
til að skera úr um kaupið. Sjálfstæðismenn fylgdu
einhuga þessu frumvarpi. En Alþýðuflokkurinn taldi
lögþvingaðan gerðardóm í kaupgjaldsmálum brot á
stefnu sinni og bauð atvinnumálaráðherranum, Har-
aldi Guðmundssyni, að leggja þegar í stað niður völd, í
mótmælaskyni. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn
samþykktu gerðardómslögin móti vilja Alþýðuflokks-
ins og kommúnista. Hermann Jónasson fékk ungan
framsóknarmann, Skúla Guðmundsson kaupfélags-
stjóra á Hvammstanga, til að gegna embætti atvinnu-
málaráðherra. Fór nú svo enn um skeið, eins og
1927—32, flokksstjórn framsóknarmanna með völd í
landinu. Allt kjörtimabilið frá 1934—37 höfðu öldur
stjórnmálanna risið hátt í landinu, einkum milli
sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. En eftir að
framsóknarmenn höfðu sýnt með aðgerðum sinum i
Kveldúlfsmálinu á þingi 1937, að þeim lék ekki hugur
á að nota þingvald til að leggja að velli atvinnufyrir-
tæki pólitískra andstæðinga, tók að myndast nokkur
samstarfsgrundvöllur milli þessara flokka. Tóku blöð
framsóknar- og sjálfstæðismanna að ræða um mögu-
leika fyrir nýrri þjóðstjórn. Flokkarnir höfðu ýmis
sameiginleg áhugamál. Öllum borgaralegum flokkum
stót stuggur af því, að erlendir valdamenn efldu hér
landsmálaflokk. Kom síðar í Ijós, að frá hálfu rúss-
neskra aðila höfðu verið greiddar um 160 þús kr. á
rúmu ári vegna fréttaefnis í blað kommúnista i
Reykjavík. í öðru lagi dró að lokaþætti á sam-
bandsmáli íslands og Danmerkur, og varð það mál
tæplega leyst á viðunandi hátt, nema með samstarfi
allra lýðræðisflokkanna. í þriðja lagi vofði blika
yfirvofandi heimsstyrjaldar yfir þjóðunum. íslend-
ingar fundu, að lifsbarátta þjóðarinnar, undir þeim
kringumstæðum, kynni að verða svo erfið, að ekki
mætti eyða nema litlu af orku þjóðarinnar í innan-
(90)