Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 110
koma heim til min á sunnudaginn, til Meudon, og
borða hjá mér. —
Við settumst við litið borð að einfaldri máltið á
viðhafnarlausu sveitasetri Rodins, og brátt fór
feimnin af mér fyrir örvandi, þýðlegu augnaráði
hans og látlausu viðmóti.
Verkstofa hans var fábrotin að útliti, með stórum
gluggum, og voru þar inni fullgerðar myndastyttur
og fjöldinn allur af smáum mótmyndum, uppköstum
— handleggur, hönd, sumt aðeins fingur, eða hnui
auk heldur. Hér voru styttur, er hann hafði byrjað
á og hætt við, og borð hlaðin frumdráttum. Hér bar
allt vitni um viðleitni og starfsemi heillar ævi.
Rodin snaraði sér í léreftsfrakka og var þá sem
hann tæki á sig gerfi verkamanns. Hann nam staðar
við einn styttustallann.
— Þetta er nýjasta myndin mín, sagði hann og
lyfti votri ábreiðunni frá. Kom þá i ljós kvenbolur,
fagurlega mótaður í leir. — Ég held hún sé alveg
fullgerð.
Hann tók eitt skref aftur á bak, þessi þrekvaxni,
herðabreiði öldungur með gulnað, grátt skeggið, svo
að honum gæfi betur að líta á myndina. — Já, ég
hugsa hún sé fullgerð.
En ekki hafði hann virt hana fyrir sér nema
andartak, er hann tautaði fyrir munni sér: — Nú,
þarna yfir lierðarnar er enn of þver línan — afsakið.
Hann greip spaðann sinn. Tréð rann mjúklega
yfir linan leirinn svo gljáði eftir. Sterkar hendur
hans lifnuðu við og augun tendruðust: — Og þarna ...
og þarna ... Enn breytti hann dálitlu. Hann færði
sig fjær. Svo sneri hann stallanum og i honum umlaði
kynlegum kokhljóðum. Öðru veifi birti augu hans af
ánægju — svo hnikluðust brýrnar af gremju. Hann
elti saman köggla af leirnum, bætti þeim á stytt-
una, skóf burtu. Þannig hélt hann áfram í hálftíma,
klukkutíma. Hann vék aldrei að mér einu orði. Hon-
(108)