Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Side 113
hann hér sjaldan í Djúpálnum. HákarlaveiSi er hér
og mikil, og kunna menn hér til hennar manna bezt
og stunda hana með harðfengi, róa stundum svo
langt á haf út, aS „vatnar aðeins fyrir hæstu fjalla-
tindum", segja þeir, og liggja þar úti mörgum skamm-
degisnóttum saman í kafaldi og grimmdarfrostum, ef
ekki byrjar til lands, en [svo] eru þeir þvi vanir, að
þá sakar sjaldan, þó þeir sé á opnum skipum. Allan
annan fisk veiða [þeir] á lóðir, og sitja þá ekki lengur
í senn en meðan þeir draga upp lóðirnar, en leggja
aðrar, og að öllum veiðiskap eru þeir skjótari og
fimari en flestir aðrir; en ekki fara þeim heyverk eða
landvinna hönduglega að þvi skapi, enda er ekki
mikil landyrkjan: engin þúfnasléttun né vatnsveitingar
og engin tún- eða önnur garðahleðsla, nema þá
gert er að bæjarhúsum, sem ekki ber oft að; ekki
heldur torfskurður, því menn hirða hér i hlöðum allan
heyskap sinn. Enda eru menn ekki lengri tima á
landi i senn, þegar sjóveður er, en þeir þurfa til
hvíldar og til að hirða fangiö. En gefi ekki á sjó, þá
eru þeir helzt að smiðum, þvi að nálega er hver vax-
inn maður nokkuð hagur. En fátt er haft til skemmt-
unar; þó eru haldnar bændaglimur i verstöðum og á
vetrum lesnar sögur og kveðnar rímur, þvi hér eru
raddmenn miklir, og þó engir söngmenn. Margir
hættir eru hér nokkuð frábrugðnir því, sem tíðkast á
Suður- og Austurlandi, meðal annars það, að um
alla langaföstu syngja menn tiðir á morgna, likt og
i Bessastaðaskóla er gert. Annar er sá, að menn ganga
til svefns undir eins og rökkva tekur um allt skamm-
degið og sofa fram yfir miðnætti. Er þá fyrst, er
menn vakna, lesinn húslesturinn, en að því búnu fer
kvenfólk til vinnu, en karlmenn að róa. — Flestir
eru hér glaðværðarmenn, mannúðlegir, fjörugir, yfir-
lætislausir og viðmótsgóðir hversdagslega, nokkuð
sællífir, og þó næsta óvandir að klæðum og öllum að-
búnaði, og hafa ungir menn að mestu óbreyttan bún-
(111)