Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 116
er ókunnugur maður að kyssa barnfóstruna. — HvaSa
rugl barn, ansar móðir hennar, það getur ekki verið.
Eigi að siður fór hún að gæta að þessu. Þegar mæðg-
urnar komu að herbergisdyrunum, segir litla stúlk-
an: — Þarna hljópstu apríl, mamma, það var bara
pabbi!
Gesturinn: — Litið nú á, þarna er fluga í smjörinu!
Þjónninn: — Þetta er ekki fluga, það er mölur, og
þetta er ekki heldur smjör, það er margarín. Að öðru
leyti hafið þér rétt fyrir yður.
Húsmóðirin við eldhússtúlkuna: — Ég segi það eins
og það er, ég vil ekki, að þú hafir þessa vinstúlku
þína hjá þér svona lengi fram eftir. Eg vaknaði um
klukkan tvö í nótt við þessi óttalegu hlátursköll í
henni.
Eldhússtúlkan: — Já, auðvitað, frú mín góð, þá var
ég að segja henni frá því, þegar þér voruð að reyna
að búa til kökuna.
Læknirinn: — Ég get ekki séð, að neitt gangi að
yður, nema þér virðist- hafa tapað minninu.
Sjúklingurinn: — Hvað, tapað minninu?
Læknirinn: — Já, þér virðist hafa gleymt skuld-
inni, sem ég er búinn að eiga hjá yður í tvö ár.
Maður nokkur ferðaðist með næturhraðlest. Hann
kallaði til sín umsjónarmanninn, gaf honum nokkra
aura og bað hann að vekja sig, þegar lestin kæmi á
stöðina í Nottingham, en þar ætlaði hann að verða
eftir. — Ef ég vakna ekki, þá hendið þér mér og
dótinu mínu út, ég er svefnþungur og skal ekki mis-
virða það. Gekk liann síðan til náða og var hinn ró-
legasti. Um morguninn vaknar hann og er lestin þá
stödd í Glasgow. Þykknar nú heldur í manntetrinu og
kallar hann á lestarvörðinn og krefur hann með
(114)