Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Síða 119
una, sneri við og hljóp allt hvað af tók og vitfirr-
ingurinn á eftir. Er þeir höfðu hlaupið svona um
tíu kílómetra veg, náSi vitfirringurinn manninum,
klappaSi lauslega á herSar honum og sagSi: —-
Klakk, klakk! Nú skaltu reyna aS ná mér.
„Einni eiginkonu of margt.“ Húsfreyjan var aS
líta yfir fyrirsagnirnar í blaSinu. — Þetta er auSvitað
einhver skrattans tvikvænis fanturinn. — O, ekki
þarf það nú endilega að vera, sagði maður hennar,
en þorði samt ekki að líta upp.
Svo er sagt, að fyrrum hafi verið vinnuharka
mikil víða í sveitum um sláttinn og staðið að verki
14—15 tíma. Vildi þá stundum fara svo, er líða tók
að kveldi, að heldur dró úr vinnufjörinu hjá sum-
um. Sögn er um bónda einn, að kvöld eitt á slætt-
inum var mjög dregið af húskörlum hans og þó eink-
um einum þeirra. Hímdi hann við orfið..Varð þá
bónda að orði. — Haltu áfram, Torfi, haltu áfram
— þó það sé ekki nema nudd.
í þorpi einu noröanlands voru fyrrum tveir menn,
er taldir voru drykkfelldir nokkuð svo. Hét annar
Kristján og hinn Jón. Dag einn verður Jóni gengið
þar fram hjá sem Kristján situr og er mjög við öl.
Heyra menn þá, að Jón tautar fyrir munni sér: —
Stórsyndari Kristján, tapaður, tapaður, tapaður.
Verður þá Kristjáni litið upp á Jón og segir svo sem
við sjálfan sig: — Ekki er Jón Pálsson allsgáður
í dag.
Bóndi nokkur var í kaupstaðarferð. Hafði hann
meðferðis í poka einum böggul til manns í þorpinu,
er var gamall sveitungi hans. Var sá talinn ekki
bindindissamari en góðu hófi gegndi. Skilaði bóndi
bögglinum og þáði góðgerðir hjá húsfreyju, en er
(117)