Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1941, Qupperneq 123
(Framh. frá 2. kápusiðu)
um búflugnrnar, en hitt árið Bakteriuveiðar, eftir ame-
riska lækninn Paul de Kruif, heimsfræga bók og vafa-
laust eitt hið skemmtilegasta fræðirit, sem til er á
vorri tungu. 1936 gaf það út hið mikla söguverk Helga
P. Briem um bjdtingu Jörundar hundadagakóngs: Sjálf-
slieði íslands 1809. 1937 gaf það út merkilegt rit um
tónlist eftir próf. Erik Abrahamsen. Auk þess, sem nú
var talið, hefir félagið öll þessi ár gefið út Andvara og
Almanak. Andvari er nú 65 ára gamall. Hefir hann að
gej’ma fjölda stórmerkra ritgerða, en merkastur er hann
vegna þess, að hann hefir árlega flutt æfisögu einhvers
íslen?ks merkismanns, og er þetta æfisagnasafn nú orðið
alveg einstakt í sinni röð. Almanakið hefir jafnan verið
cilt hið vinsælasta rit. Er þar furðumikinn fróðleik að
finna, en hér skal aðeins minnzt á árbók íslands, yfirlit
um helztu viðburði innanlands. Er hvergi hægara að
finna, hvenær ýmsir atburðir liafa skeð og frásagnir um
þá en í árbókinni, og er Almanakið því næsta ómissandi
eign hverjum manni.
Nýjum félagsmönnum er hér með gefinn kostur á
því að eignast allar bækur, sem Þjóðvinafélagið hefir
gefið út 1919—1939. 21 árgang af Andvara og Alma-
naki, allt sem út er komið af Bókasafni félagsins, 9
bindi alls, Jón Sigurðsson, 5 bindi alls, Sjálfstæði
íslands 1809, eftir Helga P. Briem, Bréf og ritgerðir
eftir Stephan G. Stephansson og Örnefni í Vestmann-
ej jum eftir Þorkel Jóhannessson, fyrir einar 90 kr.
Þessar bækur cru alls um 800 arkir, og er þetta svo
einstakt tækifæri fyrir bókavini, að sliks munu fá dæmi
eða engin. Ef þér skylduð eiga eitthvað af þeim bókum,
sem hér ræðir um, og kærðuð yður því ekki um þær
allar, dregst andvirði þeirra frá þeirri upphæð, er nefnd
var, að réttri tiltölu og eftir samkomulagi.
Bækurnar verða sendar beint frá afgreiðslu félagsins
í Reykjavík gegn fyrirframgreiðslu, eða gegn póstkröfu.
Hið íslenzka þjóðvinafélag, pósthólf 313, Rvík.