Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Page 4
A ÞESSU ÁRI TELJAST LIÐIN VERAt
frá fxdingu Krists 1945 £r;
frá upphafi júlíönsku aldar........................................... 6658 ár;
frá upphafi íslandsbyggðar .. . . . •-........................1071 —
frá upphafi alþingis .................................................1015 —
frá kristnilöku á íslandi.............................................945 —
frá upphafi konungsríkis á íslandi.................................... 683 —
frá því, er ísland fékk gtjórnarskrá ................................. 71 —
frá því, er ísland fékk innlenda ráðherrastjórn ...................... 41 —
frá því, er ísland varð fullvalda ríki...............•................ 27 —
frá því, er ísland varð lýðveldi ..................................... 1 —
Árið 1545 er sunnudagsbókstafur G, gylHnital 8
og paktar 16.
Lengstur sólargangur i Reykjavik er 20 st. 56 m.f
en skemmstur 3 st. 57 m.
MYRKVAR.
Árið 1945 verða 4 myrkvar alls, tveir á sólu og tveir á tungli.
1. Hringmyrkvi á sólu 14. janúar, sést eigi hér á landi.
2. Deildarmyrkvi á tungli 25. júní, sést ekki á íslandi.
3. Almyrkvi á sólu 9. júlí. Á íslandi sést deildarmyrkvi og hefst hann í
Reykjavík kl. 11 10 og endar kl. 13 37. Hæst stendur myrkvinn þar kl. 12 23
og verða þá fullir 6/7 af þvermáli sólarinnar myrkvaðir. Almyrkvinn byrjar norð-
vestarlega í Bandaríkjunum og sést hann á mjóu belti, sem liggur þaðan norð-
austur yfir Canada, Grænland og austur yfir hafið um 200 sjómílum fyrir norðan
ísland. Pá yfir Noreg, Svíþjóð, Finnland og Rússland og nær suðaustur undir
landamæri þess í Asíu. Á Norðurlandi verður myrkvinn dýpri en sunnan lands,
og á Akureyri byrjar myrkvinn kl. 11 14 og endar kl. 13 40. Þegar myrkvinn
stendur hæst þar (kl. 12 27) eru 9/io af þvermáli sólar myrkvaðir.
4. Almyrkvi á tungli nóttina milli 18. og 19. dezember. Myrkvinn hefst þ.
18. 22 mínútum fyrir miðnætti, en almyrkvinn eigi fyrr en þ. 19. kl. 0 41. Al-
myrkvanum lýkur kl. 2 00, en kl. 3 03 er myrkvanum öllum lokið.
(2)