Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 21
merki, hrútsmerki, nautsmerki, tvíburamerki, og inn í krabbamerki. Þar snýr
hann við þ. 5. dezember og reikar nú vestur á við, en er þó enn í krabba-
merki við árslok. (Sjá ennfr. eftirfarandi töblu).
Júpíter er í ársbyrjun á austurleið í meyjarmerki, en snýr við 12. janúar
og reikar nú vestur á bóginn og inn í Ijónsmerkið. Þar snýr hann aftur við 15.
maí og heldur austur á við. í árslokin er hann í meyjarmerki. (Sjá ennfr. eftir-
farandi töblu).
Satúrnus er í upphafi árs á vesturleið í tvíburamerki, en snýr við austur
eftir 5. marz. Hann er kominn austarlega í tvíburam#>rkið 6. nóvember, er hann
snýr aftur við vestur á bóginn. Við lok ársins er hann x tvíburamerki. (Sjá ennfr.
eftirfarandi töblu).
Uranus sést næstum aldrei með berum augum. Hann er allt árið í nauts-
merkinu. Gegnt sólu er hann 7. dezember og er þá um lágnættið í hásuðri
tæpar 49° fyrir ofan sjóndeildarhring Reykjavíkur.
Neptúnus og Plútó sjást eigi með berum augum. Neptúnus er allt árið
í meyjarmerki og verður gagnvart sólu 26. marz, 25° yfir sjóndeildarhring
Reykjavíkur um lágnættið.
TABLA,
er sýnir, hve nær á sólarhringnum pláneturnar Mars, Júpíter og
Satúrnus eru f hásuðri frá Reykjavík við sérhver mánaðamót.
1945 Mara Júpíter Satúrnus
1. janúar Klt. m. 11 31 Klt. m. 5 38 Klt. m. 0 17
1. febrúar ............ 11 10 3 34 22 11
1. marz 10 50 1 35 20 07
1. apríl 10 22 23 14 18 08
1. maí 9 50 21 07 16 19
1. júní 9 15 19 06 14 32
1. júlí 8 41 17 18 12 50
1. ágúst 8 07 15 33 11 05
1. september 7 30 13 53 9 18
1. október 6 46 12 19 7 31
1. nóvember 5 43 10 41 5 34
1. dezember 4 13 9 05 3 34
31. dezember 1 58 7 24 1 28